Komst að erfiðu leyndarmáli eiginmannsins eftir andlát hans

Poppkúltúr | 8. janúar 2025

Komst að erfiðu leyndarmáli eiginmannsins eftir andlát hans

Allison Holker, dansari og einn af dómurunum í hæfileikaþættinum So You Think You Can Dance, ræddi opinskátt um andlát eiginmanns síns, dansarans og sjónvarpsmannsins Stephen ’tWitch’ Boss, í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði People.

Komst að erfiðu leyndarmáli eiginmannsins eftir andlát hans

Poppkúltúr | 8. janúar 2025

Allison Holker og Stephen Boss voru gift í níu ár.
Allison Holker og Stephen Boss voru gift í níu ár. Skjáskot/Instagram

Allison Holker, dansari og einn af dómurunum í hæfileikaþættinum So You Think You Can Dance, ræddi opinskátt um andlát eiginmanns síns, dansarans og sjónvarpsmannsins Stephen ’tWitch’ Boss, í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði People.

Allison Holker, dansari og einn af dómurunum í hæfileikaþættinum So You Think You Can Dance, ræddi opinskátt um andlát eiginmanns síns, dansarans og sjónvarpsmannsins Stephen ’tWitch’ Boss, í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði People.

Boss, sem margir muna eflaust eftir úr spjallþætti Ellen DeGeneres, féll fyrir eigin hendi þann 13. desember 2022 eftir baráttu við þunglyndi. Dansarinn háði einnig harða baráttu við fíkniefni sem hann hélt leyndri fyrir fjölskyldu sinni og vinum að sögn Holker, sem komst að fíkniefnavanda eiginmanns síns eftir að hann lést.

Holker segist hafa fundið skókassa fullan af ýmiss konar eiturlyfjum þegar hún var að velja föt á eiginmann sinn fyrir greftrun.

„Þetta var skelfilegt augnablik. Það var rosalega erfitt að komast að þessu og átta sig á að hann var að glíma við eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um,” sagði Holker í samtali við blaðamann. „Þessi uppgötvun hjálpaði mér samt að komast í gegnum fyrstu dagana, hann var mjög þjáður.

Fór í gegnum gamlar dagbækur

Holker fór í gegnum dagbækur Boss í þeirri von að finna skýrleika varðandi ákvörðun hans og hegðun síðustu dagana fyrir andlátið. Í gegnum lesturinn komst hún að því að Boss átti sér mörg erfið leyndarmál – um æsku sína og fíkn.

„Hann var að glíma við margt innra með sér og reyndi að lyfja sig upp til að takast á við erfiðan atburð úr æsku og sárar tilfinningar sem hann vildi alls ekki láta bitna á þeim sem honum þótti hvað vænst um,“ sagði Holker um eiginmann sinn sem varð fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

 

mbl.is