Líklega kvikusöfnun á miklu dýpi

Ljósufjallakerfi | 8. janúar 2025

Líklega kvikusöfnun á miklu dýpi

Ekkert lát er á skjálftavirkni við Grjótárvatn á Snæfellsnesi en virkni í Ljósufjallakerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum.

Líklega kvikusöfnun á miklu dýpi

Ljósufjallakerfi | 8. janúar 2025

Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir …
Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir hafa að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Ekk­ert lát er á skjálfta­virkni við Grjótár­vatn á Snæ­fellsnesi en virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu hef­ur auk­ist mikið á síðustu mánuðum.

Ekk­ert lát er á skjálfta­virkni við Grjótár­vatn á Snæ­fellsnesi en virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu hef­ur auk­ist mikið á síðustu mánuðum.

Á fimmta tím­an­um í nótt varð til að mynda skjálfti af stærðinni 2,9. Spurður hvað sé að valda virkn­inni seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, að langlík­leg­ast sé að um kviku sé að ræða en það sé þó ekki eini mögu­leik­inn.

„Við get­um ekki úti­lokað að þetta sé út af ein­hverju öðru en ég held að flest­ir séu að kom­ast á þá skoðun að um kviku­söfn­un sé að ræða á miklu dýpi, 15-20 kíló­metra dýpi,“ seg­ir Bene­dikt við mbl.is. 

Grjótár­vatn er inn­an eld­stöðva­kerf­is sem kennt er við Ljósu­fjöll á Snæ­fellsnesi. Upp­tök skjálft­anna eru þó tals­vert frá Ljósu­fjöll­um sjálf­um. Síðasta eld­gosið í Ljósu­fjalla­kerf­inu var lítið gos átti sér stað á 10. öld og myndaði Rauðháls­hraun.

Skoða að bæta fleiri mæl­ing­ar­stöðvum við

„Þetta er virkt eld­stöðvar­kerfi en við höf­um aldrei séð það kræla á sér fyrr og erum að reyna að átta okk­ur á því,“ seg­ir Bene­dikt.

Hann seg­ir að verið sé að auka vökt­un á svæðinu og búið sé að koma fyr­ir mæl­ing­ar­stöð í Hít­ar­dal og verið sé að skoða að bæta fleir­um við.

Spurður hvort þessi at­b­urðarás geti endað með eld­gosi seg­ir Bene­dikt:

„Það gæti al­veg gerst en á hvaða tímaskala er eng­in leið að segja til um. Við gæt­um verið að tala um ár eða ára­tugi af ein­hverri virkni áður en það kem­ur eld­gos. En svo get­ur þetta líka stoppað. Það eina sem við get­um gert er að fylgj­ast vel með þróun mála.“

Bera fór á virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu vorið 2021 og töldu skjálft­ar þess árs nokkra tugi. Á síðasta ári tók eld­stöðin við sér af meiri krafti.

Eft­ir skjálfta­hrinu í ág­úst í fyrra, þegar aldrei fleiri skjálft­ar höfðu mælst, ákvað Veður­stofa Íslands að koma fyr­ir GPS-mæli í Hít­ar­dal. Er það gert til að fylgj­ast með ef landris kann að verða sam­fara skjálft­um, auk þess til að mæla bet­ur skjálfta sem verða á svæðinu.

Bárðarbunga að safna í sig kviku

Bene­dikt Gunn­ar og koll­eg­ar hans eru einnig með aug­un á eld­stöðinni í Bárðarbungu en jarðskjálfti af stærðinni 4,1 reið þar yfir í nótt. Það er stærsti skjálft­inn sem mælst hef­ur þar á þessu ári.

„Það koma reglu­lega stór­ir skjálft­ar í Bárðarbungu en það er ljóst að hún er að safna í sig kviku og hef­ur verið að því síðan 2014 í Holu­hrauns­gos­inu. Það hef­ur verið þensla þar síðan og við höf­um fylgst vel með henni,“ seg­ir hann.

Bene­dikt seg­ir að kviku­magnið sé ekki orðið það sama eins og fór úr kerf­inu 2014 en ekki sé hægt að segja til um hvað þurfi til að eld­gos brjót­ist út. Hann seg­ir að eld­stöðin sé vel vöktuð en bætt hafi verið í vökt­un­ar­netið eft­ir gosið 2014.

mbl.is