Myndskeið: „Engin leið“ að ná tökum á eldunum

Gróðureldar í Los Angeles | 8. janúar 2025

Myndskeið: „Engin leið“ að ná tökum á eldunum

Slökkviliðið í Los Angeles í Kaliforníu segir að það sé engin leið að ná tökum á miklum gróðureldum sem þar loga og hafa valdið miklum usla.  

Myndskeið: „Engin leið“ að ná tökum á eldunum

Gróðureldar í Los Angeles | 8. janúar 2025

Slökkviliðið í Los Angeles í Kaliforníu segir að það sé engin leið að ná tökum á miklum gróðureldum sem þar loga og hafa valdið miklum usla.  

Slökkviliðið í Los Angeles í Kaliforníu segir að það sé engin leið að ná tökum á miklum gróðureldum sem þar loga og hafa valdið miklum usla.  

Fram kemur í umfjöllun BBC að ríflega 49 þúsund manns hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín í borginni á meðan um 1.400 slökkviliðsmenn berjast við logana.

Eldur kviknaði í bakgarði íbúðarhúsnæðis í Palisades-hverfi Los Angeles í gærmorgun og breiddi úr sér á ógnarhraða vegna mikils vinds og þurrks í borginni.

Hús í ljósum logum í Altadena í Kaliforníu.
Hús í ljósum logum í Altadena í Kaliforníu. AFP/JUSTIN SULLIVAN

Fjórði eldurinn kviknaði í morgun

Náðu logar eldsins að breiða úr sér úr 20 hekturum upp í 200 hektara á aðeins 20 mínútum og hafa nú teygt úr sér yfir 2.900 hektara, sem jafngildir um 29 ferkílómetrum.

Tveir eldar til viðbótar kviknuðu í kjölfarið í San Fernando-dal og Altadena og til að bæta gráu ofan á svart kviknaði sá fjórði í morgun í Riverside-sýslu.

Yfirvöld segja „engan möguleika“ á að ná tökum á eldunum þar sem hnjúkaþeyr, oft kenndur við Santa Ana í Kaliforníu, hefur gert ástandið illt vera. Hnjúkaþeyr er hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum og getur verið afar hvass og hviðugjarn.

Að sögn slökkviliðsins í Los Angeles fer vindhraði einungis á versnandi veg og ástandið því enn „stórhættulegt“.

Ríflega 49 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili …
Ríflega 49 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í borg englanna á meðan um 1.400 viðbragðsaðilar berjast við logana. AFP/JOSH EDELSON


 

mbl.is