Platan Orchestral Works með verkum tónskáldsins Báru Gísladóttur í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, undir stjórn Evu Ollikainen, og Báru hefur verið valin ein af 15 markverðustu plötum ársins hjá The New Yorker.
Platan Orchestral Works með verkum tónskáldsins Báru Gísladóttur í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, undir stjórn Evu Ollikainen, og Báru hefur verið valin ein af 15 markverðustu plötum ársins hjá The New Yorker.
Platan Orchestral Works með verkum tónskáldsins Báru Gísladóttur í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, undir stjórn Evu Ollikainen, og Báru hefur verið valin ein af 15 markverðustu plötum ársins hjá The New Yorker.
Platan var einnig valin plata ársins 2024 á sviði nútímatónlistar í Morgunblaðinu.
„Og ótrúleg plata. Nema hvað. Bára er á öðru stigi. Ég er vissulega algjör „fanboy“ eins og sagt er og vitna því hér með í sjálfan mig. Þetta er lítillega umorðað og tekið úr skrifum mínum um verk hennar Víddir: „Í gegnum tónlist Báru hef ég upplifað slíkar drunur, hávaða og brjálæði að ég er ekki bara kominn á bríkina, ég er búinn að naga af mér allar neglurnar líka! En um leið – og hér er þessi óskapagaldur – finn ég svo djúpa og gegnheila fegurð að ég klökkna. Fegurðin er svo umlykjandi, svo sönn og svo stingandi að ég græt,“ skrifaði Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur í gagnrýni sinni sem birtist þann 14. september í fyrra í Morgunblaðinu.
Bára er íslenskt tónskáld og kontrabassaleikari með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Verdi Akademíuna í Mílanó og Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Bára hefur vakið ómælda athygli fyrir nýstárlega og djörf tónverk sín.