Það hefur verið ansi kalt á landinu í dag og ef litið er á mælingar á vef Veðurstofu Íslands sést að mesta frostið á landinu í dag mældist vera 25,8 stig á Þingvöllum.
Það hefur verið ansi kalt á landinu í dag og ef litið er á mælingar á vef Veðurstofu Íslands sést að mesta frostið á landinu í dag mældist vera 25,8 stig á Þingvöllum.
Það hefur verið ansi kalt á landinu í dag og ef litið er á mælingar á vef Veðurstofu Íslands sést að mesta frostið á landinu í dag mældist vera 25,8 stig á Þingvöllum.
Næst kaldast var á Mývatni á Norðurlandi en þar mældist frostið vera 23,7 stig.
Rauðar tölur voru þó hér og þar, en samkvæmt yfirlit Veðurstofunnar mældist 2,3 stiga hiti í Vestmannaeyjum og 3,2 stiga hiti í Surtsey.
Þegar horfurnar næsta sólarhringinn eru skoðaðar, þá er gert ráð fyrir sunnan 8-15 m/s norðantil, annars hægari vindi. Víða bjartviðri og frost 3 til 20 stig, kaldast inn til landsins.
Það mun þykkna upp vestanlands seinnipartinn í dag með stöku éljum og minnkandi frosti.
Suðaustan 8-15 og skúrir eða slydduél á morgun, en hægari og skýjað með köflum norðaustanlands. Hlýnar er líður á daginn, hiti 0 til 6 stig síðdegis, en vægt frost austantil, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.
Þá hefur veðurfræðingur birt athugasemd á vefnum þar sem hann bendir á að aðfaranótt sunnudags gangi í suðaustan hvassviðri með rigningu.
„Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.“