Beckham bauð nýju kærustunni til Karíbahafsins

Sólarlandaferðir | 9. janúar 2025

Beckham bauð nýju kærustunni til Karíbahafsins

Romeo Beckham, næstelsta barn stjörnuhjónanna David og Victoriu Beckham, hóf nýja árið með stæl á Turks- og Caicoseyjum í Karíbahafi. Beckham, sem er 22 ára gamall, er staddur á eyjunni ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni og plötusnúðnum Kim Turnball.

Beckham bauð nýju kærustunni til Karíbahafsins

Sólarlandaferðir | 9. janúar 2025

Unga parið hefur varið miklum tíma á ströndinni.
Unga parið hefur varið miklum tíma á ströndinni. Samsett mynd

Romeo Beckham, næ­stelsta barn stjörnu­hjón­anna Dav­id og Victoriu Beckham, hóf nýja árið með stæl á Turks- og Caicos­eyj­um í Karíbahafi. Beckham, sem er 22 ára gam­all, er stadd­ur á eyj­unni ásamt kær­ustu sinni, fyr­ir­sæt­unni og plötu­snúðnum Kim Turn­ball.

Romeo Beckham, næ­stelsta barn stjörnu­hjón­anna Dav­id og Victoriu Beckham, hóf nýja árið með stæl á Turks- og Caicos­eyj­um í Karíbahafi. Beckham, sem er 22 ára gam­all, er stadd­ur á eyj­unni ásamt kær­ustu sinni, fyr­ir­sæt­unni og plötu­snúðnum Kim Turn­ball.

Beckham deildi sól­ríkri myndaseríu með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram á þriðju­dag og af mynd­um að dæma er parið að njóta lífs­ins til hins ýtr­asta.

„Tími í burtu með besta fé­lags­skapn­um,“ skrifaði Beckham við færsl­una sem ríf­lega 100.000 manns hafa líkað við á inn­an við sól­ar­hring.

Parið hnaut hvort um annað síðasta haust og staðfesti sam­band sitt í nóv­em­ber þegar það deildi mynd­um á In­sta­gram.

View this post on In­sta­gram

A post shared by ROMEO (@romeo­beckham)

mbl.is