Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur kallað formenn dönsku flokkanna á sinn fund til að ræða þær hugmyndir og ummæli sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur látið falla í fjölmiðlum um Grænland.
Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur kallað formenn dönsku flokkanna á sinn fund til að ræða þær hugmyndir og ummæli sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur látið falla í fjölmiðlum um Grænland.
Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur kallað formenn dönsku flokkanna á sinn fund til að ræða þær hugmyndir og ummæli sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur látið falla í fjölmiðlum um Grænland.
Trump, sem tekur formlega við völdum 20. janúar, olli töluverðu fjaðrafoki þegar hann sagði á þriðjudag að hann myndi ekki útiloka þann möguleika að beita hervaldi til þess að ná Grænlandi og Panamaskurðinum undir yfirráð Bandaríkjanna.
Sama dag og Trump lét ummælin falla á blaðamannafundi fór sonur hans, Donald Trump yngri, í einkaheimsókn til Grænlands, sem er hluti af Danmörku.
„Með því að hitta formenn flokkanna þá gefst okkur tækifæri að deila með þeim upplýsingum um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur tekið undanfarna daga,“ sagði Lars Løkke
Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, við blaðamenn.
Talsmenn forsætisráðherrans segja að fundurinn muni fara fram kl. 19:30 að dönskum tíma í kvöld, eða kl. 18:30 að íslenskum tíma.
Rasmussen kveðst ekki vera þeirra skoðunar að Danmörk glími við krísu í utanríkismálum, en tók aftur á móti fram að slík staða gæti skapast „ef orð breytast í athafnir“.
Þá lagði hann á það áherslu að dönsk stjórnvöld hefðu engan áhuga á því að standa í orðaskaki við verðandi forseta Bandaríkjanna.
„Mín afstaða er sú að þú átt að taka Trump mjög alvarlega, en ekki endilega bókstaflega. Við tökum þessu það alvarlega að við erum einnig að skoða málin,“ sagði ráðherrann enn fremur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðir áhuga sinn á Grænlandi, en árið 2019, þegar hann var forseti Bandaríkjanna, bauðst hann til að kaupa landið. Bæði Danir og Grænlendingar höfnuðu því tilboði í snarhasti.
Grænland býr yfir miklum auðlindum, s.s. að olíu og verðmætum steinefnum. Taka skal fram að öll leit olíu og úraníum er alveg bönnuð í landinu. Þá gegnir svæðið hernaðarlega mikilvægum tilgangi og þar er nú þegar að finna bandaríska herstöð.