Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, giftist sinni heittelskuðu, Báru Guðmundsdóttur, í fallegri athöfn í miðbæ Reykjavíkur þann 28. desember síðastliðinn.
Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, giftist sinni heittelskuðu, Báru Guðmundsdóttur, í fallegri athöfn í miðbæ Reykjavíkur þann 28. desember síðastliðinn.
Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, giftist sinni heittelskuðu, Báru Guðmundsdóttur, í fallegri athöfn í miðbæ Reykjavíkur þann 28. desember síðastliðinn.
Brúðarkjóll hennar vakti mikla athygli, enda fágaður og tímalaus, en Dóra Júlía heiðraði ömmu sína heitna, Dórótheu Jónsdóttur, á brúðkaupsdaginn með því að klæðast gullfallegum silkikjól sem hún klæddist á brúðkaupsdaginn sinn árið 1950.
Dóra Júlía birti fallega færslu á Instagram-síðu sinni og sagði frá kjólnum.
„Ég er skírð í höfuðið á ömmu minni Dórótheu Jónsdóttur sem var undantekningarlaust kölluð Dóra. Við amma vorum einstaklega nánar og góðar vinkonur en hún féll frá árið 2019. Þegar ég var krakki bjuggu amma og afi í Þingholtunum og í næstum hvert skipti sem ég heimsótti þau fékk ég að máta brúðarkjólinn hennar ömmu og mér fannst engin flík fallegri en amma bar alla tíð af í klæðaburði. Það er algjörlega ómetanlegt að hafa fengið að gifta mig í honum og ég fann sterkt fyrir nærveru ömmu bestu á brúðkaupsdaginn. Hálfótrúlegt að það hafi ekkert þurft að aðlaga hann að mér, hann einfaldlega smellpassaði og heimsins besta @sifbenedicta lagaði tölu og pressaði hann í bak og fyrir Swipe fyrir fallegu ömmu mína þegar hún gifti sig árið 1950, fyrir litlum 74 árum síðan!,“ skrifaði hún við færsluna.