Dóra Júlía klæddist brúðarkjól ömmu sinnar

Brúðkaup | 9. janúar 2025

Dóra Júlía klæddist brúðarkjól ömmu sinnar

Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, giftist sinni heittelskuðu, Báru Guðmundsdóttur, í fallegri athöfn í miðbæ Reykjavíkur þann 28. desember síðastliðinn.

Dóra Júlía klæddist brúðarkjól ömmu sinnar

Brúðkaup | 9. janúar 2025

Dóra Júlía var glæsileg á brúðkaupsdaginn.
Dóra Júlía var glæsileg á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Dóra Júlía Agn­ars­dótt­ir, plötu­snúður og blaðamaður, gift­ist sinni heitt­elskuðu, Báru Guðmunds­dótt­ur, í fal­legri at­höfn í miðbæ Reykja­vík­ur þann 28. des­em­ber síðastliðinn.

Dóra Júlía Agn­ars­dótt­ir, plötu­snúður og blaðamaður, gift­ist sinni heitt­elskuðu, Báru Guðmunds­dótt­ur, í fal­legri at­höfn í miðbæ Reykja­vík­ur þann 28. des­em­ber síðastliðinn.

Brúðar­kjóll henn­ar vakti mikla at­hygli, enda fágaður og tíma­laus, en Dóra Júlía heiðraði ömmu sína heitna, Dórót­heu Jóns­dótt­ur, á brúðkaups­dag­inn með því að klæðast gull­fal­leg­um silkikjól sem hún klædd­ist á brúðkaups­dag­inn sinn árið 1950.

Dóra Júlía birti fal­lega færslu á In­sta­gram-síðu sinni og sagði frá kjóln­um.

„Ég er skírð í höfuðið á ömmu minni Dórót­heu Jóns­dótt­ur sem var und­an­tekn­ing­ar­laust kölluð Dóra. Við amma vor­um ein­stak­lega nán­ar og góðar vin­kon­ur en hún féll frá árið 2019. Þegar ég var krakki bjuggu amma og afi í Þing­holt­un­um og í næst­um hvert skipti sem ég heim­sótti þau fékk ég að máta brúðar­kjól­inn henn­ar ömmu og mér fannst eng­in flík fal­legri en amma bar alla tíð af í klæðaburði. Það er al­gjör­lega ómet­an­legt að hafa fengið að gifta mig í hon­um og ég fann sterkt fyr­ir nær­veru ömmu bestu á brúðkaups­dag­inn. Hálfó­trú­legt að það hafi ekk­ert þurft að aðlaga hann að mér, hann ein­fald­lega smellpassaði og heims­ins besta @sifbenedicta lagaði tölu og pressaði hann í bak og fyr­ir Swipe fyr­ir fal­legu ömmu mína þegar hún gifti sig árið 1950, fyr­ir litl­um 74 árum síðan!,“ skrifaði hún við færsl­una. 

mbl.is