Íbúar Los Angeles-borgar eru í áfalli vegna þeirrar miklu eyðileggingar sem gróðureldarnir, sem hafa logað í borginni frá því á miðvikudag, hafa valdið. Alls hafa fimm látist af völdum eldanna.
Íbúar Los Angeles-borgar eru í áfalli vegna þeirrar miklu eyðileggingar sem gróðureldarnir, sem hafa logað í borginni frá því á miðvikudag, hafa valdið. Alls hafa fimm látist af völdum eldanna.
Íbúar Los Angeles-borgar eru í áfalli vegna þeirrar miklu eyðileggingar sem gróðureldarnir, sem hafa logað í borginni frá því á miðvikudag, hafa valdið. Alls hafa fimm látist af völdum eldanna.
Bandarískir veðurfræðingar segja að aðstæður á svæðinu séu og muni áfram vera erfiðar.
Nokkrir eldar brenna enn stjórnlaust. Að sögn slökkviliðs borgarinnar er enginn möguleiki á að hefta útbreiðslu eða ná tökum á eldunum sem loga í Pacific Palisades, þar sem margir frægir einstaklingar úr Hollywood eru búsettir, og í úthverfinu Altadena.
„Altadena eru rústir einar,“ segir bandaríska þingkonan Judy Chu. Hún heimsótti björgunarmiðstöð í dag þar sem um 1.000 manns, sem hafa misst heimili sín, hafa leitað skjóls.
„Þau eru dofin. Þau hafa ekki hugmynd um hvað bíði þeirra þegar menn hafa náð tökum á eldunum,“ sagði hún í samtali við bandarísku fréttastöðina KTLA.
Rúmlega 130.000 manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. Veðurfræðingar segja að staðan sé enn tvísýn þar sem það sé enn hvasst í borginni og mikill þurrkur, því sé viðbúið að nýir eldar kvikni og breiðist út.
Íbúar í Hollywood, sem er hjarta kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum, hafa þó fengið góðar fréttir þar sem búið er að aflétta rýmingu þar eftir að slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum Sunset-eldanna.
Fram kemur í umfjöllun AFP að yfir 2.000 byggingar og heimili hafi brunnið, þar af mörg glæsihýsi. Bandarískir fjölmiðlar segja að þetta sé eitt versta áfall í sögu borgarinnar, sem er næst stærsta borg Bandaríkjanna.
Milljónir borgarbúa hafa fylgst með framvindunni í angist og víða hefur brotist út ofsahræðsla og mikill ótti.
Víða hefur vindhraðinn farið upp í 40 metra á sekúndu og þannig hafa eldanir breiðst gríðarlega hratt út.