Engar vísbendingar um að kvika sé á leiðinni upp

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. janúar 2025

Engar vísbendingar um að kvika sé á leiðinni upp

Engin merki eru um aflögun í Ljósufjallakerfinu að sögn Veðurstofu Íslands. Þá eru engar vísbendingar um að kvika sé á leið upp til yfirborðs.

Engar vísbendingar um að kvika sé á leiðinni upp

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. janúar 2025

Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi.
Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi. mbl.is/Árni Sæberg

Eng­in merki eru um af­lög­un í Ljósu­fjalla­kerf­inu að sögn Veður­stofu Íslands. Þá eru eng­ar vís­bend­ing­ar um að kvika sé á leið upp til yf­ir­borðs.

Eng­in merki eru um af­lög­un í Ljósu­fjalla­kerf­inu að sögn Veður­stofu Íslands. Þá eru eng­ar vís­bend­ing­ar um að kvika sé á leið upp til yf­ir­borðs.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni þar sem seg­ir að lík­lega hafi kvikuinn­skot átt sér stað á miklu dýpi und­ir Grjótár­vatni, eins og mbl.is hef­ur fjallað um. 

Í ljósi auk­inn­ar virkni og vís­bend­inga um kvikuinn­skot á dýpi hef­ur Veður­stof­an hækkað vökt­un­arstig á Ljósu­fjöll­um. Unnið er að nýju vökt­un­ar­skipu­lagi fyr­ir svæðið.

Sam­felld óróa­hviða

Veður­stof­an seg­ir frá því að fimmtu­dag­inn 2. janú­ar hafi mælst sam­felld óróa­hviða milli kl. 17 og 18 með upp­tök við Grjótár­vatn. Óróa­hviðan sem varði í um 40 mín­út­ur sé mynduð af sam­felld­um smá­skjálft­um, sem flest­ir séu of smá­ir til að hægt sé að staðsetja þá, en ein­ung­is tveir skjálft­ar inn­an hviðunn­ar séu staðsett­ir. Þeir hafi verið á rúm­lega 15 km dýpi og af stærð M1,5 og 1,8. Alls voru um 20 jarðskjálft­ar þenn­an dag, all­ir á 15-20 km dýpi og af stærð M0,1-2,0.

Eldstöðvakerfi Ljósufjalla, hraun frá nútíma og gjallmyndanir.
Eld­stöðva­kerfi Ljósu­fjalla, hraun frá nú­tíma og gjall­mynd­an­ir. Kort/​Veður­stofa Íslands

Skjálft­ar mæl­ast vana­lega ekki á svona miklu dýpi

„Venju­lega mæl­ast ekki skjálft­ar hér á landi á svo miklu dýpi, en þó eru nokk­ur dæmi um slíkt í eld­stöðvum eins og Eyja­fjalla­jökli árið 1996 og við Upp­typp­inga árið 2007 í tengsl­um við kvikuinn­skot og einnig nokkuð reglu­lega aust­an við Bárðarbungu.

Í þess­um eld­stöðvar­kerf­um er talið að ferl­in sem valdi djúp­um jarðskjálft­um og smá­skjálfta­virkni sé auk­inn þrýst­ing­ur í jarðskorp­unni vegna kvikuinn­skots sem veld­ur því að hún brotn­ar,“ seg­ir í yf­ir­liti Veður­stof­unn­ar. 

Þá kem­ur fram, að grein­ing­ar á gervi­tung­la­gögn­um frá tíma­bil­inu 2019 til sum­ars­ins 2024 sýni ekki mæl­an­lega af­lög­un á yf­ir­borði. Tekið er fram, að InS­AR-mæl­ing­ar nýt­ist illa á þess­um árs­tíma vegna þess að svæðið er snjóþungt sem hamli því að InS­AR geti nýst.

Eng­in af­lög­un mælst

„Í byrj­un nóv­em­ber í fyrra var einnig bætt við GPS-stöð í Hít­ar­dal, rúm­lega 4 km NV við Grjótár­vatn. Síðan þá hef­ur eng­in af­lög­un á yf­ir­borði mælst en það úti­lok­ar þó ekki að kviku sé að finna á miklu dýpi. Ef kvika er að safn­ast fyr­ir djúpt í jarðskorp­unni (> 16 km) benda líkön til þess að ekki sé lík­legt að af­lög­un mæl­ist á yf­ir­borði fyrr en rúm­mál kvik­unn­ar er orðið tölu­vert.

Til viðbót­ar við óvenju­lega dýpt jarðskjálft­anna og b-gildi þeirra gefa tíma­lengd virkn­inn­ar, ný­leg­ar óróa­hviður og sam­an­b­urður við sögu­lega virkni í öðrum eld­stöðvar­kerf­um til kynna að lík­leg­asta skýr­ing­in á þess­ari skjálfta­virkni sé kvikuinn­skot á dýpi frek­ar en jarðskorpu­hreyf­ing­ar. Nú­ver­andi vökt­un­ar­gögn sýna þó eng­ar vís­bend­ing­ar um að kvika sé á leið upp til yf­ir­borðs,“ seg­ir Veður­stof­an. 

Bú­ast má við fleiri skjálft­um

Tekið er fram, að á meðan jarðskjálfta­virkn­in haldi áfram á svipuðu dýpi megi bú­ast við fleiri skjálft­um sem séu um þrír að stærð en ólík­legt sé að skjálft­ar stærri en fjór­ir geti mynd­ast á þessu dýpi.

 



mbl.is