Engar vísbendingar um að kvika sé á leiðinni upp

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. janúar 2025

Engar vísbendingar um að kvika sé á leiðinni upp

Engin merki eru um aflögun í Ljósufjallakerfinu að sögn Veðurstofu Íslands. Þá eru engar vísbendingar um að kvika sé á leið upp til yfirborðs.

Engar vísbendingar um að kvika sé á leiðinni upp

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. janúar 2025

Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi.
Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi. mbl.is/Árni Sæberg

Engin merki eru um aflögun í Ljósufjallakerfinu að sögn Veðurstofu Íslands. Þá eru engar vísbendingar um að kvika sé á leið upp til yfirborðs.

Engin merki eru um aflögun í Ljósufjallakerfinu að sögn Veðurstofu Íslands. Þá eru engar vísbendingar um að kvika sé á leið upp til yfirborðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem segir að líklega hafi kvikuinnskot átt sér stað á miklu dýpi undir Grjótárvatni, eins og mbl.is hefur fjallað um. 

Í ljósi aukinnar virkni og vísbendinga um kvikuinnskot á dýpi hefur Veðurstofan hækkað vöktunarstig á Ljósufjöllum. Unnið er að nýju vöktunarskipulagi fyrir svæðið.

Samfelld óróahviða

Veðurstofan segir frá því að fimmtudaginn 2. janúar hafi mælst samfelld óróahviða milli kl. 17 og 18 með upptök við Grjótárvatn. Óróahviðan sem varði í um 40 mínútur sé mynduð af samfelldum smáskjálftum, sem flestir séu of smáir til að hægt sé að staðsetja þá, en einungis tveir skjálftar innan hviðunnar séu staðsettir. Þeir hafi verið á rúmlega 15 km dýpi og af stærð M1,5 og 1,8. Alls voru um 20 jarðskjálftar þennan dag, allir á 15-20 km dýpi og af stærð M0,1-2,0.

Eldstöðvakerfi Ljósufjalla, hraun frá nútíma og gjallmyndanir.
Eldstöðvakerfi Ljósufjalla, hraun frá nútíma og gjallmyndanir. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálftar mælast vanalega ekki á svona miklu dýpi

„Venjulega mælast ekki skjálftar hér á landi á svo miklu dýpi, en þó eru nokkur dæmi um slíkt í eldstöðvum eins og Eyjafjallajökli árið 1996 og við Upptyppinga árið 2007 í tengslum við kvikuinnskot og einnig nokkuð reglulega austan við Bárðarbungu.

Í þessum eldstöðvarkerfum er talið að ferlin sem valdi djúpum jarðskjálftum og smáskjálftavirkni sé aukinn þrýstingur í jarðskorpunni vegna kvikuinnskots sem veldur því að hún brotnar,“ segir í yfirliti Veðurstofunnar. 

Þá kemur fram, að greiningar á gervitunglagögnum frá tímabilinu 2019 til sumarsins 2024 sýni ekki mælanlega aflögun á yfirborði. Tekið er fram, að InSAR-mælingar nýtist illa á þessum árstíma vegna þess að svæðið er snjóþungt sem hamli því að InSAR geti nýst.

Engin aflögun mælst

„Í byrjun nóvember í fyrra var einnig bætt við GPS-stöð í Hítardal, rúmlega 4 km NV við Grjótárvatn. Síðan þá hefur engin aflögun á yfirborði mælst en það útilokar þó ekki að kviku sé að finna á miklu dýpi. Ef kvika er að safnast fyrir djúpt í jarðskorpunni (> 16 km) benda líkön til þess að ekki sé líklegt að aflögun mælist á yfirborði fyrr en rúmmál kvikunnar er orðið töluvert.

Til viðbótar við óvenjulega dýpt jarðskjálftanna og b-gildi þeirra gefa tímalengd virkninnar, nýlegar óróahviður og samanburður við sögulega virkni í öðrum eldstöðvarkerfum til kynna að líklegasta skýringin á þessari skjálftavirkni sé kvikuinnskot á dýpi frekar en jarðskorpuhreyfingar. Núverandi vöktunargögn sýna þó engar vísbendingar um að kvika sé á leið upp til yfirborðs,“ segir Veðurstofan. 

Búast má við fleiri skjálftum

Tekið er fram, að á meðan jarðskjálftavirknin haldi áfram á svipuðu dýpi megi búast við fleiri skjálftum sem séu um þrír að stærð en ólíklegt sé að skjálftar stærri en fjórir geti myndast á þessu dýpi.

 



mbl.is