Fer fögrum orðum um eiginkonuna

Kóngafólk | 9. janúar 2025

Fer fögrum orðum um eiginkonuna

Vilhjálmur prins af Wales birti fallega færslu á sameiginlegri Instagram-síðu hans og Katrínar prinsessu í morgun þar sem hann fer fögrum orðum um eiginkonu sína í tilefni af 43 ára afmæli hennar.

Fer fögrum orðum um eiginkonuna

Kóngafólk | 9. janúar 2025

Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa.
Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa. Ljósmynd/AFP

Vil­hjálm­ur prins af Wales birti fal­lega færslu á sam­eig­in­legri In­sta­gram-síðu hans og Katrín­ar prins­essu í morg­un þar sem hann fer fögr­um orðum um eig­in­konu sína í til­efni af 43 ára af­mæli henn­ar.

Vil­hjálm­ur prins af Wales birti fal­lega færslu á sam­eig­in­legri In­sta­gram-síðu hans og Katrín­ar prins­essu í morg­un þar sem hann fer fögr­um orðum um eig­in­konu sína í til­efni af 43 ára af­mæli henn­ar.

„Til ein­stakr­ar eig­in­konu og móður.

Þú hef­ur sýnt ótrú­leg­an styrk síðasta árið. Georg, Karlotta, Lúðvík og ég erum svo stolt af þér. Til ham­ingju með af­mælið, Katrín. Við elsk­um þig. W,” skrifaði prins­inn við fal­lega svart­hvíta ljós­mynd af Katrínu.

Katrín gekkst und­ir aðgerð á kviðar­holi í janú­ar á síðasta ári. Krabba­mein fannst í sýni eft­ir aðgerðina. Hún lauk lyfjameðferð í byrj­un sept­em­ber. 

mbl.is