Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í gróðureldunum sem geisað hafa í kringum Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Yfirvöld í ríkinu hafa skipað fólki að rýma hús sín í hæðum Hollywood eftir að nýir eldar blossuðu þar upp.
Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í gróðureldunum sem geisað hafa í kringum Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Yfirvöld í ríkinu hafa skipað fólki að rýma hús sín í hæðum Hollywood eftir að nýir eldar blossuðu þar upp.
Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í gróðureldunum sem geisað hafa í kringum Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Yfirvöld í ríkinu hafa skipað fólki að rýma hús sín í hæðum Hollywood eftir að nýir eldar blossuðu þar upp.
Allt að 1.500 byggingar hafa brunnið í eldunum í kringum næststærstu borg Bandaríkjanna og hafa yfir 130 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.
Að minnsta kosti sjö eldar geisa nú í Los Angeles og Ventura-héraði þess og staðfesti Robert Luna, lögreglustjóri í Los Angeles-sýslu, við fréttamenn í gærkvöld að fimm manns hafi týnt lífi í gróðureldunum skæðu.
Öll dauðsföllin fimm hafa átt sér stað í eða í kringum Altadena og Pasadena, þar sem Eaton-eldurinn blossaði upp á þriðjudagskvöld að staðartíma, sem gaf íbúum mjög lítinn tíma til að flýja. Auk hinna látnu er fjöldi slasaðra sem ekki tókst að forðast eldana í tæka tíð.
Þúsundir slökkviliðsmanna vinna baki brotnu við að ná tökum á gróðureldunum en vegna hvassviðris hefur slökkvistarf gengið afar illa og eldurinn stjórnlaust á mörgum svæðum.
„Þú varst ekki tilbúinn fyrir svona marga elda,“ segir slökkviliðsstjóri Los Angeles, Anthony C. Marrone. „Slökkvilið Los Angeles-sýslu og öll 29 slökkviliðin í sýslunni voru ekki viðbúin hörmungum af þessari stærðargráðu,“ segir Marrone við CNN.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð til Ítalíu til að einbeita sér að aðgerðum gegn gróðureldunum.