Á sama tíma og heimili og hús brenna í ægilegum gróðureldum í kringum Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum þá er hægt veðja á hina ýmsu þætti sem tengjast gróðureldunum.
Á sama tíma og heimili og hús brenna í ægilegum gróðureldum í kringum Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum þá er hægt veðja á hina ýmsu þætti sem tengjast gróðureldunum.
Á sama tíma og heimili og hús brenna í ægilegum gróðureldum í kringum Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum þá er hægt veðja á hina ýmsu þætti sem tengjast gróðureldunum.
Business Insider greinir frá.
Veðbankinn Polymarket leyfir viðskiptavinum að veðja á níu mismunandi spurningar sem tengjast eldunum. Til dæmis er hægt að veðja á það hvort að búið verði að ná tökum á Palisades-eldinum fyrir föstudag.
Samkvæmt fjárhættuspilurum þá eru aðeins 2% líkur á því.
Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í gróðureldunum, allt að 1.500 byggingar hafa brunnið og hafa yfir 130 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.
Um er að ræða að minnsta kosti sjö mismunandi elda og þeir stærstu eru Palisades-eldurinn og Eaton-eldurinn.
Einnig er hægt að veðja á það hvort að það verði búið að ná tökum á 50% af Palisades-eldinum fyrir sunnudag. 52% líkur eru á því samkvæmt fjárhættuspilurum. Samkvæmt Cal Fire þá er búið að ná 0% tökum á þeim eldi alveg eins og með Eaton-eldinn.
Talsmaður Polymarket sagði í samtali við Business Insider að fyrirtækið væri ekki að rukka þóknanir fyrir þessi veðmál.