Laufey þakklát slökkviliðsmönnum

Instagram | 9. janúar 2025

Laufey þakklát slökkviliðsmönnum

Fjölmargar Hollywood-stjörnur hafa tjáð sig á samfélagsmiðlasíðum sínum vegna skógareldanna sem geisa nærri Los Angeles.

Laufey þakklát slökkviliðsmönnum

Instagram | 9. janúar 2025

Laufey Lín deildi færslu á Instagram.
Laufey Lín deildi færslu á Instagram. Ljósmynd/Chanel

Fjölmargar Hollywood-stjörnur hafa tjáð sig á samfélagsmiðlasíðum sínum vegna skógareldanna sem geisa nærri Los Angeles.

Fjölmargar Hollywood-stjörnur hafa tjáð sig á samfélagsmiðlasíðum sínum vegna skógareldanna sem geisa nærri Los Angeles.

Íslenska söngkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir er meðal þeirra sem hafa tjáð sig, en hún hefur verið búsett í borginni síðustu ár.

Laufey deildi færslu í story á Instagram í gærkvöldi og sagðist miður sín vegna þessara stjórnlausu gróðurelda en þakklát fyrir hugrekki slökkviliðsmanna sem hafa barist við eldinn síðustu sólarhringa.

„Það er hrikalegt að sjá borgina sem ég kalla heimili mitt þjást - ég er þakklát slökkviliðsmönnum,“ skrifaði hún við færsluna.

Laufey deildi einnig mikilvægum upplýsingum um staðsetningu neyðarskýla á svæðinu.

Fjöl­marg­ar stjörn­ur eru bú­sett­ar í Palisa­des-hverfinu og hafa marg­ar þeirra þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín á meðan aðrar hafa misst heim­ili sín í elds­voðanum.

Á meðal þeirra sem misst hafa heim­ili sín eru hjón­in Adam Brody og Leig­ht­on Meester.

Þau eru bú­sett í Palisa­des-hverfi og hef­ur heim­ili þeirra brunnið til kaldra kola. Sömu­leiðis hef­ur elds­voðinn eyðilagt heim­ili leik­kon­unn­ar Anna Far­is, leikarans Billy Crystal og raunveruleikastjörnunnar Paris Hilton.

Laufey deildi eftirfarandi færslu í story á Instagram.
Laufey deildi eftirfarandi færslu í story á Instagram. Skjáskot/Instagram
mbl.is