Óljóst hvenær Alþingi kemur saman

Alþingiskosningar 2024 | 9. janúar 2025

Óljóst hvenær Alþingi kemur saman

Ekki liggur fyrir hvenær nýtt Alþingi kemur saman, en beðið er álits landskjörstjórnar um framkomnar kærur vegna framkvæmdar þingkosninganna, en bæði Framsóknarflokkur og Píratar kærðu framkvæmdina í Suðvesturkjördæmi.

Óljóst hvenær Alþingi kemur saman

Alþingiskosningar 2024 | 9. janúar 2025

Ekki liggur fyrir hvenær nýtt Alþingi kemur saman.
Ekki liggur fyrir hvenær nýtt Alþingi kemur saman. Morgunblaðið/Hari

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær nýtt Alþingi kem­ur sam­an, en beðið er álits lands­kjör­stjórn­ar um fram­komn­ar kær­ur vegna fram­kvæmd­ar þing­kosn­ing­anna, en bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur og Pírat­ar kærðu fram­kvæmd­ina í Suðvest­ur­kjör­dæmi.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær nýtt Alþingi kem­ur sam­an, en beðið er álits lands­kjör­stjórn­ar um fram­komn­ar kær­ur vegna fram­kvæmd­ar þing­kosn­ing­anna, en bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur og Pírat­ar kærðu fram­kvæmd­ina í Suðvest­ur­kjör­dæmi.

Fram hef­ur komið að þess megi vænta að álit­inu verði skilað til Alþing­is í næstu viku. Þegar álitið ligg­ur fyr­ir verður kölluð sam­an und­ir­bún­ings­nefnd Alþing­is um rann­sókn kosn­inga til að fara yfir álitið, en óljóst er hversu lang­an tíma það tek­ur.

For­sæt­is­ráðherra ger­ir til­lögu til for­seta lýðveld­is­ins um að kalla Alþingi sam­an. Það verður þó ekki síðar en 8. fe­brú­ar, en skv. stjórn­ar­skrá ber að gjöra svo ekki síðar en 10 vik­um eft­ir kosn­ing­ar.

mbl.is