Rússar fylgjast náið með Grænlandsáformum Trump

Rússar fylgjast náið með Grænlandsáformum Trump

Rússnesk stjórnvöld fylgjast vel með framvindu mála vegna yfirlýsinga Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að hann vilji ná yfirráðum yfir Grænlandi. AFP-fréttastofan greinir frá.

Rússar fylgjast náið með Grænlandsáformum Trump

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 9. janúar 2025

Rússar þakka fyrir að hugmyndir Trump eru enn á yfirlýsingastigi.
Rússar þakka fyrir að hugmyndir Trump eru enn á yfirlýsingastigi. Samsett mynd/AFP

Rússnesk stjórnvöld fylgjast vel með framvindu mála vegna yfirlýsinga Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að hann vilji ná yfirráðum yfir Grænlandi. AFP-fréttastofan greinir frá.

Rússnesk stjórnvöld fylgjast vel með framvindu mála vegna yfirlýsinga Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að hann vilji ná yfirráðum yfir Grænlandi. AFP-fréttastofan greinir frá.

Í des­em­ber sagði Trump á miðli sín­um Truth Social að eign­ar­hald Banda­ríkj­anna á Græn­landi væri nauðsyn í þágu al­heims­friðar og ör­ygg­is. En í fyrri forsetatíð sinni talaði hann um að vilja kaupa Grænland.

Í vikunni sagði hann svo að blaðamannafundi að hann útlokaði ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi á vald Bandaríkjanna. 

Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, segir það þó ákveðinn létti að enn sé eingöngu um yfirlýsingar að ræða, ekki aðgerðir.

„Við fylgjumst náið með frekar dramatískri þróun mála, sem guði sé lof, er enn á því stigi að vera í formi yfirlýsinga,“ sagði Peskov.

„Við höfum áhuga á að varðveita frið á þessu svæði og erum tilbúin í samstarf með hverjum sem er, með það að leiðarljósi að varðveita frið og stöðugleika,“ sagði hann jafnframt.

Þá lagði hann til að Grænlendingar fengju sjálfir að hafa eitthvað um málið að segja og benti á að Rússar hefðu innlimað fjögur héruð í Úkraínu eftir atkvæðagreiðslu íbúa. Var innlimunum sögð hafa verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

„Við ættum bera sömu virðingu fyrir skoðunum þessa fólks.“

mbl.is