Skellti sér í spandexgallann 40 árum eftir frumsýningu

Poppkúltúr | 9. janúar 2025

Skellti sér í spandexgallann 40 árum eftir frumsýningu

Óskarsverðlaunaleikkonan Jamie Lee Curtis endurgerði frægt dansatriði úr kvikmyndinni Perfect frá árinu 1985 ásamt spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon nú á dögunum.

Skellti sér í spandexgallann 40 árum eftir frumsýningu

Poppkúltúr | 9. janúar 2025

Curtis skellti sér aftur í spandex-gallann 40 árum síðar.
Curtis skellti sér aftur í spandex-gallann 40 árum síðar. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonan Jamie Lee Curtis endurgerði frægt dansatriði úr kvikmyndinni Perfect frá árinu 1985 ásamt spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon nú á dögunum.

Óskarsverðlaunaleikkonan Jamie Lee Curtis endurgerði frægt dansatriði úr kvikmyndinni Perfect frá árinu 1985 ásamt spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon nú á dögunum.

Curtis, sem fór með annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni, skellti sér í spandexgallann og rifjaði upp eróbik-taktana fyrir gríninnslag sem sýnt var í spjallþætti Fallon, sem sjálfur hermdi eftir töktum stórleikarans John Travolta, en sá lék á móti Curtis í Perfect.

Leikkonan, sem er 66 ára og í þrusuformi, var gestur í þætti Fallon í gærkvöldi og ræddi meðal annars um nýjustu kvikmynd sína, The Last Showgirl.

Fallon, þekktur fyrir eftirhermur sínar af ýmsum þekktum mönnum, deildi myndskeiðinu á Instagram-síðu sinni í gærdag og vakti það mikla lukku hjá netverjum. Þegar þetta er skrifað hafa tæp­lega 700 þúsund manns líkað við færsl­una og fjöldi fólks, þar á meðal leikkonan Lindsay Lohan, hefur ritað athugasemdir við færsluna. 



mbl.is