Skilja eftir 17 ára hjónaband

Stjörnur skilja | 9. janúar 2025

Skilja eftir 17 ára hjónaband

Leikkonan Jessica Alba og eiginmaður hennar, kvikmyndaframleiðandinn Cash Warren, hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir 17 ára hjónaband.

Skilja eftir 17 ára hjónaband

Stjörnur skilja | 9. janúar 2025

Hjónin gengu rauða dregilinn á viðburði Baby2Baby í byrjun nóvember.
Hjónin gengu rauða dregilinn á viðburði Baby2Baby í byrjun nóvember. Ljósmynd/AFP

Leik­kon­an Jessica Alba og eig­inmaður henn­ar, kvik­mynda­fram­leiðand­inn Cash War­ren, hafa ákveðið að fara hvort í sína átt­ina eft­ir 17 ára hjóna­band.

Leik­kon­an Jessica Alba og eig­inmaður henn­ar, kvik­mynda­fram­leiðand­inn Cash War­ren, hafa ákveðið að fara hvort í sína átt­ina eft­ir 17 ára hjóna­band.

Frá þessu var greint á vefsíðu banda­ríska slúðurmiðils­ins TMZ í gær­dag.  

Ástæða skilnaðar­ins er óljós en heim­ild­armaður TMZ sagði að hjón­in hefðu ein­fald­lega þrosk­ast hvort í sína átt­ina og að ástar­b­loss­inn hefði fjarað út.

Alba og War­ren kynnt­ust á töku­setti kvik­mynd­ar­inn­ar Fant­astic Four árið 2004 og gengu í hjóna­band fjór­um árum síðar.

Þau eiga sam­an þrjú börn, tvær dæt­ur og einn son, á aldr­in­um 7 til 16 ára, Hon­or, Haven og Hayes.

mbl.is