„Þetta er algjör eyðilegging“

Gróðureldar í Los Angeles | 9. janúar 2025

„Þetta er algjör eyðilegging“

Gríðarleg eyðilegging er við Sunset Boulevard í Los Angeles, en gatan fræga teygir sig marga kílómetra í gegnum borgina. Miklir eldar í Palisades-hluta borgarinnar óðu í gegnum götuna með tilheyrandi eyðileggingu.

„Þetta er algjör eyðilegging“

Gróðureldar í Los Angeles | 9. janúar 2025

Gríðarleg eyðilegging er við Sunset Boulevard í Los Angeles, en gatan fræga teygir sig marga kílómetra í gegnum borgina. Miklir eldar í Palisades-hluta borgarinnar óðu í gegnum götuna með tilheyrandi eyðileggingu.

Gríðarleg eyðilegging er við Sunset Boulevard í Los Angeles, en gatan fræga teygir sig marga kílómetra í gegnum borgina. Miklir eldar í Palisades-hluta borgarinnar óðu í gegnum götuna með tilheyrandi eyðileggingu.

Dagblaðið LA Times hefur rætt við íbúa á svæðinu sem segja frá því hvernig bankar, kaffihús og matvöruverslanir, sem fólkið sótti daglega, séu nú rústir einar.

Michael Payton, verslunarstjóri hjá Erewhon-matvöruverslanakeðjunni sem hefur notið vinsælda meðal fræga fólksins í Hollywood, segir við blaðið að verslunin standi en svæðið í kring sé gríðarlega illa farið.

Heimili í Pacific Palisades sést hér brenna til kaldra kola …
Heimili í Pacific Palisades sést hér brenna til kaldra kola í gær. AFP

„Allt í Palisades er búið,“ sagði hann. „Allur bærinn er farinn. Þetta er algjör eyðilegging.“

Gróðureldarnir í Los Angeles kviknuðu á miðvikudagskvöld í Hollywood-hæðum og nú hefur logað alls á svæði sem telur um 17 hektara.

Fram kemur í umfjöllun BBC að búið sé að aflétta rýmingu í Hollywood-hæðum að hluta. Að sögn slökkviliðs borgarinnar gildir rýming enn á svæðinu sem er norður af Franklin Avenue, eða frá Camino Palmero Street til North Sierra Bonita Avenue.

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur barist við eldana síðan á miðvikudagskvöld.
Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur barist við eldana síðan á miðvikudagskvöld. AFP

Þar halda aðgerðir slökkviliðsmanna áfram til að tryggja að eldar blossi ekki aftur upp á svæðum sem slökkviliðið hefur náð tökum á að hluta. 

Slökkviliðið hvetur alla íbúa til að fara varlega þegar þeir snúa aftur til síns heima. 

mbl.is