Gríðarleg eyðilegging er við Sunset Boulevard í Los Angeles, en gatan fræga teygir sig marga kílómetra í gegnum borgina. Miklir eldar í Palisades-hluta borgarinnar óðu í gegnum götuna með tilheyrandi eyðileggingu.
Gríðarleg eyðilegging er við Sunset Boulevard í Los Angeles, en gatan fræga teygir sig marga kílómetra í gegnum borgina. Miklir eldar í Palisades-hluta borgarinnar óðu í gegnum götuna með tilheyrandi eyðileggingu.
Gríðarleg eyðilegging er við Sunset Boulevard í Los Angeles, en gatan fræga teygir sig marga kílómetra í gegnum borgina. Miklir eldar í Palisades-hluta borgarinnar óðu í gegnum götuna með tilheyrandi eyðileggingu.
Dagblaðið LA Times hefur rætt við íbúa á svæðinu sem segja frá því hvernig bankar, kaffihús og matvöruverslanir, sem fólkið sótti daglega, séu nú rústir einar.
Michael Payton, verslunarstjóri hjá Erewhon-matvöruverslanakeðjunni sem hefur notið vinsælda meðal fræga fólksins í Hollywood, segir við blaðið að verslunin standi en svæðið í kring sé gríðarlega illa farið.
„Allt í Palisades er búið,“ sagði hann. „Allur bærinn er farinn. Þetta er algjör eyðilegging.“
Gróðureldarnir í Los Angeles kviknuðu á miðvikudagskvöld í Hollywood-hæðum og nú hefur logað alls á svæði sem telur um 17 hektara.
Fram kemur í umfjöllun BBC að búið sé að aflétta rýmingu í Hollywood-hæðum að hluta. Að sögn slökkviliðs borgarinnar gildir rýming enn á svæðinu sem er norður af Franklin Avenue, eða frá Camino Palmero Street til North Sierra Bonita Avenue.
Þar halda aðgerðir slökkviliðsmanna áfram til að tryggja að eldar blossi ekki aftur upp á svæðum sem slökkviliðið hefur náð tökum á að hluta.
Slökkviliðið hvetur alla íbúa til að fara varlega þegar þeir snúa aftur til síns heima.