„Þetta er alvarlegt fyrir Evrópu“

„Þetta er alvarlegt fyrir Evrópu“

„Að hafa í hótunum um beitingu hervalds gegn bandalagsþjóð er ótækt. Eins að lýsa yfir vilja til að taka land sem lýtur fullveldi annarrar þjóðar,“ sagði norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre í umræðuþættinum Politisk kvarter í norska ríkisútvarpinu NRK í morgun og beindi spjótum sínum þar gegn ummælum Bandaríkjaforsetans verðandi Donalds Trumps á blaðamannafundi í fyrradag.

„Þetta er alvarlegt fyrir Evrópu“

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 9. janúar 2025

Forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Store, ræddi Grænlandsútspil Donalds Trumps í …
Forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Store, ræddi Grænlandsútspil Donalds Trumps í morgunþætti NRK, Politisk kvarter, ásamt sérfræðingum frá Fritjof Nansen-stofnuninni. AFP

„Að hafa í hótunum um beitingu hervalds gegn bandalagsþjóð er ótækt. Eins að lýsa yfir vilja til að taka land sem lýtur fullveldi annarrar þjóðar,“ sagði norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre í umræðuþættinum Politisk kvarter í norska ríkisútvarpinu NRK í morgun og beindi spjótum sínum þar gegn ummælum Bandaríkjaforsetans verðandi Donalds Trumps á blaðamannafundi í fyrradag.

„Að hafa í hótunum um beitingu hervalds gegn bandalagsþjóð er ótækt. Eins að lýsa yfir vilja til að taka land sem lýtur fullveldi annarrar þjóðar,“ sagði norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre í umræðuþættinum Politisk kvarter í norska ríkisútvarpinu NRK í morgun og beindi spjótum sínum þar gegn ummælum Bandaríkjaforsetans verðandi Donalds Trumps á blaðamannafundi í fyrradag.

Lýsti Trump þá ýmsum fyrirætlunum sínum um landvinninga sem vöktu mikinn úlfaþyt víða um heim, svo sem töku Grænlands með hervaldi sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fjallaði um í gær og afgreiddi sem glórulausa óra.

„Síðasta kjörtímabil Trumps lærðum við að hvað hann segir er eitt, en hvernig hann segir það er annað. Við vitum að þarna fer stjórnmálamaður sem notar öðruvísi orðræðu um stjórnmál,“ sagði ráðherra í þættinum í morgun.

Trump ryfi það samkomulag

Iver B. Neumann var einnig gestur þáttarins, forstöðumaður Fritjof Nansens-stofnunarinnar norsku og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Snerist hann á sveif með Støre í Grænlandsmáli Trumps sem er eins konar framhald af því þegar Bandaríkjaforsetinn þáverandi óskaði eftir að kaupa Grænland árið 2019 – nokkuð sem þegar var hafnað Evrópumegin.

„Þetta er alvarlegt fyrir Evrópu,“ sagði Neumann í morgun, „tilgangur NATO [Atlantshafsbandalagsins] er að skapa samfélag um öryggi þar sem ágreiningur er leystur án valdbeitingar. Hann [Trump] rýfur það samkomulag,“ sagði hann enn fremur og tók það fram að auki að forsetanum verðandi skildist ekki að hér væri ekki um viðskiptasamninga að tefla heldur leik hvar aðrar reglur giltu.

Neumann kvað Bandaríkin hafa færst frá því að ábyrgjast öryggi yfir í að vera ógnun við það. Ástæða væri til að gleðjast yfir því að norskir stjórnmálamenn væru nokkurn veginn á einu máli um stefnu landsins í utanríkismálum, ólíkt stjórnendum annarra ríkja, og nú dygði ekki annað en að halda ró sinni yfir bægslaganginum í Trump.

Hluti allt annars vandamáls

Barst talið því næst að norðurslóðum og áhuga margra stórvelda heimsins á þróun mála þar með nýjum siglingaleiðum vegna bráðnunnar heimskautaíssins. Tveir bandarískir þingmenn hafa látið í það skína að Norðmenn hafi ónógt auga með kínverskum vísindamönnum í Nýja-Álasundi á norska eyjaklasanum Svalbarða.

„Það er orðum aukið,“ svaraði Andreas Østhagen, rannsakandi við Fritjof Nansen-stofnunina, sem einnig var gestur þáttarins í morgun, „bréf þeirra er hvorki byggt á staðreyndum né athugunum. Ég er þeirrar skoðunar að norsk stjórnvöld fylgist vel með. Svalbarði er auk þess hluti allt annars vandamáls,“ sagði hann og benti á muninn á Grænlandi.

Grænland íhugaði sjálfstæði, það gerði Svalbarði ekki, íbúar Grænlands væru 50.000, á Svalbarða byggju 2.500 auk þess sem Grænland væri nálægt Bandaríkjunum, það væri Svalbarði hins vegar ekki.

Støre bætti því þá við að Norðmenn hefðu fulla stjórn á Svalbarða, hann væri Noregur.

Trump yngri til Grænlands

Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, heimsótti Grænland í vikunni með fríðu föruneyti ljósmyndara en þangað flaug hann með einkaþotu föður síns. Lýsti Trump því yfir að þangað væri hann kominn sem ferðamaður. Samtímis þessari heimsókn lýsti faðir hans því yfir á blaðamannafundi að hann útilokaði ekki beitingu hervalds til að taka Grænland.

„Gerum Grænland mikið á ný“, eða „Make Greenland great again“ skrifaði forsetinn verðandi svo á einkasamfélagsmiðil sinn.

NRK

mbl.is