Slökkviliðsmenn telja sig vera að að ná einhverjum tökum á gróðureldunum sem nú geisa á fimm stöðum í Los Angeles í Kaliforníu. Tekist hefur að slökkva hluta þeirra.
Slökkviliðsmenn telja sig vera að að ná einhverjum tökum á gróðureldunum sem nú geisa á fimm stöðum í Los Angeles í Kaliforníu. Tekist hefur að slökkva hluta þeirra.
Slökkviliðsmenn telja sig vera að að ná einhverjum tökum á gróðureldunum sem nú geisa á fimm stöðum í Los Angeles í Kaliforníu. Tekist hefur að slökkva hluta þeirra.
Stærstu eldarnir loga í Palasides og ná yfir 80 ferkílómetra svæði, en yfirvöld vilja meina að tekist hafi að slökkva sex prósent þeirra.
Einnig loga eldar í Eaton, Kenneth, Hurst og Lidia, en á síðastnefnda svæðinu hefur tekist að ráða niðurlögum eldanna að miklu leyti. Voru þeir minnstir að umfangi.
Slökkviliðsmenn hafa unnið dag og nótt frá því á mánudag við reyna að halda eldunum í skefjum, en aðstæður hafa verið erfiðar vegna mikilla þurrka og vinds.
Um 180 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, en staðfest er að tíu hafi látist.
Yfir tíu þúsund byggingar; heimili og fyrirtæki hafa orðið eldinum að bráð og talið er að um 60 þúsund byggingar séu enn í hættu.