60 þúsund byggingar taldar í hættu

Gróðureldar í Los Angeles | 10. janúar 2025

60 þúsund byggingar taldar í hættu

Slökkviliðsmenn telja sig vera að að ná einhverjum tökum á gróðureldunum sem nú geisa á fimm stöðum í Los Angeles í Kaliforníu. Tekist hefur að slökkva hluta þeirra.

60 þúsund byggingar taldar í hættu

Gróðureldar í Los Angeles | 10. janúar 2025

00:00
00:00

Slökkviliðsmenn telja sig vera að að ná ein­hverj­um tök­um á gróðureld­un­um sem nú geisa á fimm stöðum í Los Ang­eles í Kali­forn­íu. Tek­ist hef­ur að slökkva hluta þeirra.

Slökkviliðsmenn telja sig vera að að ná ein­hverj­um tök­um á gróðureld­un­um sem nú geisa á fimm stöðum í Los Ang­eles í Kali­forn­íu. Tek­ist hef­ur að slökkva hluta þeirra.

Stærstu eld­arn­ir loga í Palasi­des og ná yfir 80 fer­kíló­metra svæði, en yf­ir­völd vilja meina að tek­ist hafi að slökkva sex pró­sent þeirra.

Einnig loga eld­ar í Eaton, Kenn­eth, Hurst og Lidia, en á síðast­nefnda svæðinu hef­ur tek­ist að ráða niður­lög­um eld­anna að miklu leyti. Voru þeir minnst­ir að um­fangi.

Enn loga eldar á fimm stöðum í Los Angeles.
Enn loga eld­ar á fimm stöðum í Los Ang­eles. AFP/​Apu Gomes

180 þúsund manns yf­ir­gefið heim­ili sín

Slökkviliðsmenn hafa unnið dag og nótt frá því á mánu­dag við reyna að halda eld­un­um í skefj­um, en aðstæður hafa verið erfiðar vegna mik­illa þurrka og vinds. 

Um 180 þúsund manns hef­ur verið gert að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna eld­anna, en staðfest er að tíu hafi lát­ist.

Yfir tíu þúsund bygg­ing­ar; heim­ili og fyr­ir­tæki hafa orðið eld­in­um að bráð og talið er að um 60 þúsund bygg­ing­ar séu enn í hættu.

Eldarnir eru í Palasides eru umfangsmestir.
Eld­arn­ir eru í Palasi­des eru um­fangs­mest­ir. AFP
mbl.is