Ákveðin áhætta að fara til Tyrklands

Dagmál | 10. janúar 2025

Ákveðin áhætta að fara til Tyrklands

„Launin skiluðu sér oft seint og illa og þetta er ákveðið veðmál líka,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

Ákveðin áhætta að fara til Tyrklands

Dagmál | 10. janúar 2025

„Launin skiluðu sér oft seint og illa og þetta er ákveðið veðmál líka,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

„Launin skiluðu sér oft seint og illa og þetta er ákveðið veðmál líka,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

Theódór Elmar, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna í haust eftir farsælan feril og var ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélags síns KR.

Skilar sér langoftast

Elmar lék í Tyrklandi í þrjú ár með Elazigspor, Gazisehir Gaziantep og Akhisarspor.

„Til að byrja með var ég besti leikmaður liðsins og þar af leiðandi skiluðu launin sér alltaf en það voru ekki allir sem fengu greidd laun alltaf,“ sagði Theódór Elmar.

„Það er þannig í Tyrklandi að ef þú stendur þig vel þá færðu þitt, ef ekki þá þarftu að berjast fyrir því. Þetta skilar sér langoftast á endanum og þú þarft að vera mjög óheppinn ef þetta skilar sér ekki.

Það er ákveðin áhætta sem þú tekur með því að fara þangað,“ sagði Theódór Elmar meðal annars.

Viðtalið við Theódór Elmar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is