Fyrrum heimili Matthew Perry brann til kaldra kola

Gróðureldar í Los Angeles | 10. janúar 2025

Fyrrum heimili Matthew Perry brann til kaldra kola

Fyrrum heimili Matthew Perry heitins, þar sem leikarinn fannst látinn í heitum potti þann 28. október 2023, brann til kaldra kola á miðvikudag sökum gróðurelda í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu.

Fyrrum heimili Matthew Perry brann til kaldra kola

Gróðureldar í Los Angeles | 10. janúar 2025

Matthew Perry.
Matthew Perry. AFP/Gabriel Bouys

Fyrrum heimili Matthew Perry heitins, þar sem leikarinn fannst látinn í heitum potti þann 28. október 2023, brann til kaldra kola á miðvikudag sökum gróðurelda í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu.

Fyrrum heimili Matthew Perry heitins, þar sem leikarinn fannst látinn í heitum potti þann 28. október 2023, brann til kaldra kola á miðvikudag sökum gróðurelda í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu.

Aðeins eru liðnir tæpir þrír mánuðir frá því að húsið fékk nýjan eiganda. 

Anita Verma Lallian, kvikmyndaframleiðandi og fasteignabraskari, greiddi ríflega einn milljarð íslenskra króna fyrir eignina, einu ári eftir að Perry lést.

Friends-leikarinn hafði fest kaup á húsinu í júní 2020 og greitt 850 milljónir króna.

Fjölmargar stjörnur Hollywood hafa misst heimili sín sökum gróðureldanna, meðal þeirra eru leikarahjónin Adam Brody og Leighton Meester, leikkonan Anna Faris og leikarinn Billy Crystal.

Fyrrum heimili Matthew Perry í Pacific Palisades-hverfinu.
Fyrrum heimili Matthew Perry í Pacific Palisades-hverfinu. Skjáskot/Realtor.com
mbl.is