Spursmál: Græna gímaldið, sparnaðartillögur Play og næstu eldgos

Spursmál | 10. janúar 2025

Spursmál: Græna gímaldið, sparnaðartillögur Play og næstu eldgos

Hver tekur við af Bjarna Benediktssyni? Af hverju ásælist Donald Trump Grænland? Hvað gerðist í Árskógum og hvar mun gjósa næst. Svara við þessu öllu verður leitað í nýjasta þætti Spursmála.

Spursmál: Græna gímaldið, sparnaðartillögur Play og næstu eldgos

Spursmál | 10. janúar 2025

Hver tekur við af Bjarna Benediktssyni? Af hverju ásælist Donald Trump Grænland? Hvað gerðist í Árskógum og hvar mun gjósa næst. Svara við þessu öllu verður leitað í nýjasta þætti Spursmála.

Hver tekur við af Bjarna Benediktssyni? Af hverju ásælist Donald Trump Grænland? Hvað gerðist í Árskógum og hvar mun gjósa næst. Svara við þessu öllu verður leitað í nýjasta þætti Spursmála.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.

Spáð í spilin

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play mætir til leiks og ræðir þar fréttir vikunnar. Hann þekkir vel til á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og spáir í spilin nú þegar ljóst er að nýr formaður mun taka við flokknum á árinu. Margt bendir einnig til að formannsslagur sé í uppsiglingu í Framsóknarflokknum, hvort sem Sigurður Ingi víkur sjálfviljugur af vettvangi eða ekki.

Mun gjósa á Snæfellsnesi?

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur með meiru, spáir einnig í spilin. Mun gjósa aftur nærri Svartsengi? Er Grindavík hólpin? Hvað með mögulega eldvirkni á Mýrum eða á Snæfellsnesi?

Sviðsstjóri borgarinnar mætir

Í síðari hluta þáttarins mætir svo Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í þáttinn til þess að ræða hina gríðarstóru skemmu sem allt í einu reis við Álfabakka og byrgir þar íbúum sýn og sólarljóss.

Borgarfulltrúi vill ekki taka samtalið

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði ekki áhuga á að mæta til þess að svara spurningum sem brenna á almenningi. Ólöf er hins vegar öllum hnútum kunnug á þessu sviði og enginn kemur þar á tómum kofanum.

Fylgist með spennandi og líflegri umræðu í Spursmálum alla föstudaga klukkan 14:00 á mbl.is

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, Ólöf Örvarsdóttir, arkitekt og sviðsstjóri umhverfis- og …
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, Ólöf Örvarsdóttir, arkitekt og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is