Fjöldi þeirra sem hafa misst heimili sín sökum gróðurelda í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu fer ört stækkandi.
Fjöldi þeirra sem hafa misst heimili sín sökum gróðurelda í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu fer ört stækkandi.
Fjöldi þeirra sem hafa misst heimili sín sökum gróðurelda í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu fer ört stækkandi.
Eldur kviknaði í bakgarði íbúðarhúsnæðis í Palisades-hverfi Los Angeles á þriðjudagsmorgun og breiddi úr sér á ógnarhraða vegna mikils vinds og þurrks í borginni.
Fjölmargar Hollywood-stjörnur eru búsettar á svæðinu og hafa margar þeirra þurft að yfirgefa heimili sín á meðan aðrar hafa misst heimili sín í eldsvoðanum.
Á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín eru Anthony Hopkins, Jeff Bridges, John Goodman, Cary Elwes, Eugene Levy, John C. Reilly, Tina Knowles, Candy Spelling, Jennifer Grey, Anna Faris, Miles Teller, James Woods, Billy Crystal, Paris Hilton og Milo Ventimiglia.
Ventimiglia, best þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni This Is Us, missti heimili sitt og segir það mikið áfall. Leikarinn á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Jöruh Mariano, á komandi dögum.
Hann gekk í gegnum rústirnar ásamt Tony Dokoupil, fréttamanni CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, í gærdag og átti erfitt með að tjá sig.
Tina Knowles, móðir Beyoncé og Solange Knowles, deildi því á samfélagsmiðlum að hún hefði misst heimili sitt í eldsvoðanum.
„Þetta er það sem ég horfði á á afmælisdaginn minn um síðustu helgi. Þetta var uppáhaldsstaðurinn minn, griðastaðurinn minn, hamingjustaðurinn minn. Nú er hann horfinn,“ skrifaði Knowles við myndskeið sem hún hafði tekið út um gluggann á heimili sínu aðeins dögum áður.
Paris Hilton, raunveruleikastjarna og hótelerfingi, deildi á Instagram myndskeiði þar sem sjá má rústir heimilis hennar eftir eldsvoðann.
„Ég stend hér á því sem áður var heimili okkar og sorgin er sannarlega ólýsanleg. Þegar ég sá fréttirnar fyrst var ég í algjöru sjokki - ég gat ekki unnið úr þeim. En núna, þegar ég stend hér og sé það með eigin augum, líður mér eins og hjartað mitt hafi brotnað í milljón bita,“ skrifaði Hilton við færsluna.