Einn stærsti skjálftinn frá upphafi mælinga

Ljósufjallakerfi | 12. janúar 2025

Einn stærsti skjálftinn frá upphafi mælinga

Jarðskjálfti, rúmlega 3 að stærð, reið yfir í Ljósufjallakerfinu kl. 17.19 nú síðdegis.

Einn stærsti skjálftinn frá upphafi mælinga

Ljósufjallakerfi | 12. janúar 2025

Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir …
Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir hafa að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti, rúm­lega 3 að stærð, reið yfir í Ljósu­fjalla­kerf­inu kl. 17.19 nú síðdeg­is.

Jarðskjálfti, rúm­lega 3 að stærð, reið yfir í Ljósu­fjalla­kerf­inu kl. 17.19 nú síðdeg­is.

Skjálft­inn, sem átti upp­tök sín skammt aust­ur af Grjótár­vatni í fjöll­un­um ofan við Mýr­ar í Borg­ar­f­irði, er einn sá stærsti frá upp­hafi mæl­inga á svæðinu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu verður erfitt að meta stærð skjálft­ans að sinni.

Sá stærsti til þessa reið yfir í des­em­ber

Bera fór á auk­inni skjálfta­virkni á svæðinu árið 2021 en hef­ur hún aðeins auk­ist síðan og til muna á und­an­förn­um mánuðum.

Stærsti skjálft­inn fram til þessa var 3,2 að stærð og reið yfir að kvöldi 18. des­em­ber.

Sá var tal­inn sá stærsti frá upp­hafi mæl­inga.

mbl.is