Bendir til kvikuhreyfinga

Ljósufjallakerfi | 13. janúar 2025

Bendir til kvikuhreyfinga

Jarðskjálfti í Ljósufjallakerfinu klukkan 17.19 í gær mældist 2,9 að stærð og fannst í byggð. Hann er með þeim stærstu sem mælst hafa á svæðinu frá upphafi mælinga og frá því skjálfa tók þar skyndilega árið 2021.

Bendir til kvikuhreyfinga

Ljósufjallakerfi | 13. janúar 2025

Ljósufjöll á Snæfellsnesi í drifhvítum vetrarbúningi sem þau þó þurfa …
Ljósufjöll á Snæfellsnesi í drifhvítum vetrarbúningi sem þau þó þurfa ekki til að vera ljós yfirlitum þar sem þau eru gerð úr kísilríku líparíti sem veitir þeim bjartleitt yfirbragð innan um íslenska basaltið dökka. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti í Ljósu­fjalla­kerf­inu klukk­an 17.19 í gær mæld­ist 2,9 að stærð og fannst í byggð. Hann er með þeim stærstu sem mælst hafa á svæðinu frá upp­hafi mæl­inga og frá því skjálfa tók þar skyndi­lega árið 2021.

Jarðskjálfti í Ljósu­fjalla­kerf­inu klukk­an 17.19 í gær mæld­ist 2,9 að stærð og fannst í byggð. Hann er með þeim stærstu sem mælst hafa á svæðinu frá upp­hafi mæl­inga og frá því skjálfa tók þar skyndi­lega árið 2021.

Bæj­ar­stjórn Snæ­fells­bæj­ar ræddi jarðhrær­ing­arn­ar á fundi sín­um á fimmtu­dag­inn og stend­ur upp­lýs­inga­fund­ur hjá al­manna­varna­nefnd svæðis­ins fyr­ir dyr­um eins og Krist­inn Jónas­son bæj­ar­stjóri grein­ir frá.

„Ég upp­lýsti bæj­ar­stjórn um að til stæði að halda fund með al­manna­varna­nefnd­inni hérna á Vest­ur­landi og ég heyrði frá lög­regl­unni og for­manni al­manna­varna, sem er Bjarki í Búðar­dal, og okk­ur var sagt að það væru svo sem eng­ar stór­ar frétt­ir frá Veður­stof­unni, en við mun­um fljót­lega fara yfir þetta til að dýpka okk­ar skiln­ing á því hvað er í gangi,“ seg­ir bæj­ar­stjóri, sem í fram­hald­inu kveðst munu upp­lýsa bæj­ar­stjórn og íbúa um stöðu mála.

 Komið á óvart hvað fólk er stressað yfir þessu

„Það hef­ur komið mér raun­veru­lega á óvart hvað fólk er stressað yfir þessu. Þeir [al­manna­varna­nefnd­in] sögðu það við okk­ur að reynsl­an væri sú í þessu eld­stöðva­kerfi að þetta væru smágos, ég held að það séu þúsund ár síðan gaus þarna síðast,“ seg­ir Krist­inn en slær þann varnagla að gosspár all­ar séu ein­vörðungu vís­indi – ekki staðreynd­ir.

Har­ald­ur Sig­urðsson, pró­fess­or emer­it­us í eld­fjalla­fræði, ræðir við Morg­un­blaðið um eðli og sögu eld­stöðva­kerf­is­ins. „Það sem núna er að ger­ast, miðað við frétt­ir frá Veður­stof­unni og öðrum, bend­ir til kviku­hreyf­inga á miklu dýpi, al­veg í botni skorp­unn­ar.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is