Föðmuðu fórnarlömbin og fresta þáttunum

Gróðureldar í Los Angeles | 13. janúar 2025

Föðmuðu fórnarlömbin og fresta þáttunum

Frumsýningu nýrra Netflix-þátta Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, hefur verið frestað að hennar beiðni vegna gróðureldanna í Kaliforníu.

Föðmuðu fórnarlömbin og fresta þáttunum

Gróðureldar í Los Angeles | 13. janúar 2025

Meghan og Harry búa sjálf í Kaliforníu og heimsóttu Pasadena-svæðið …
Meghan og Harry búa sjálf í Kaliforníu og heimsóttu Pasadena-svæðið á föstudag. Samsett mynd/AFP/Skjáskot

Frum­sýn­ingu nýrra Net­flix-þátta Meg­h­an Markle, her­togaynj­unn­ar af Sus­sex, hef­ur verið frestað að henn­ar beiðni vegna gróðureld­anna í Kali­forn­íu.

Frum­sýn­ingu nýrra Net­flix-þátta Meg­h­an Markle, her­togaynj­unn­ar af Sus­sex, hef­ur verið frestað að henn­ar beiðni vegna gróðureld­anna í Kali­forn­íu.

Þætt­ina átti að frum­sýna á miðviku­dag­inn, þann 15. janú­ar, en verða nú fyrst sýnd­ir í mars, en gróðureld­ar hafa herjað á Suður-Kali­forn­íu und­an­farna viku og hafa minnst 24 látið lífið í eld­un­um.

Sam­kvæmt BBC sást til þeirra hjóna heim­sækja Pasa­dena-svæðið á föstu­dag þar sem þau ræddu við og föðmuðu íbúa sem höfðu misst heim­ili sín.

Fædd og upp­al­in í Kali­forn­íu

Í til­kynn­ingu Net­flix um frest­un­ina seg­ir að streym­isveit­an styðji beiðni Meg­h­an um að fresta frum­sýn­ing­unni heils­hug­ar enda séu þætt­irn­ir óður til feg­urðar Suður-Kali­forn­íu.

Þáttaröðin heit­ir With Love, Meg­h­an eða Með ástarkveðju, Meg­h­an og eru lífstílsþætt­ir þar sem her­togaynj­an mun sýna list­ir sín­ar í eld­hús­inu, blóma­skreyt­ing­um, bý­flugna­rækt­un og öðru slíku auk þess sem hún mun eiga í op­in­ská­um sam­töl­um við góða gesti.

Meg­h­an er sjálf fædd og upp­al­in í Kali­forn­íu og er bú­sett þar í bæn­um Montecito ásamt eig­in­manni sín­um, Harry Bretaprins, og tveim­ur börn­um þeirra.



mbl.is