Myrkur gæti varað klukkustundum saman ef gýs

Bárðarbunga | 14. janúar 2025

Myrkur gæti varað klukkustundum saman ef gýs

Mikið gjóskufall gæti orðið innan þrjátíu kílómetra frá Bárðarbungu, verði þar sprengigos sem brýtur sér leið í gegnum jökulinn. Þykkt gjóskufallsins gæti þá numið allt frá 20 sentimetrum og yfir 10 metra.

Myrkur gæti varað klukkustundum saman ef gýs

Bárðarbunga | 14. janúar 2025

Horft yfir Bárðarbungu. Mynd úr safni.
Horft yfir Bárðarbungu. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Mikið gjósku­fall gæti orðið inn­an þrjá­tíu kíló­metra frá Bárðarbungu, verði þar sprengigos sem brýt­ur sér leið í gegn­um jök­ul­inn. Þykkt gjósku­falls­ins gæti þá numið allt frá 20 senti­metr­um og yfir 10 metra.

Mikið gjósku­fall gæti orðið inn­an þrjá­tíu kíló­metra frá Bárðarbungu, verði þar sprengigos sem brýt­ur sér leið í gegn­um jök­ul­inn. Þykkt gjósku­falls­ins gæti þá numið allt frá 20 senti­metr­um og yfir 10 metra.

Þetta kem­ur fram í eld­fjalla­vef­sjánni, sem Veður­stof­an, Há­skóli Íslands og al­manna­varn­ir halda úti.

Eng­in byggð er þar inn­an fær­is, en þó seg­ir að sam­göng­ur á landi gætu stöðvast í stóru gosi.

Í miklu gjósku­falli gætu fjar­skipti trufl­ast eða stöðvast, raf­magns­lín­ur skemmst og trufl­un orðið á raf­magns­fram­leiðslu. Al­gjört myrk­ur gæti varað klukku­stund­um sam­an und­ir gosmekki.

Öflug skjálfta­hrina hófst í Bárðarbungu í morg­un og hef­ur viðlíka ekki sést frá því í aðdrag­anda goss í eld­stöðinni, í Holu­hrauni nán­ar til­tekið, í ág­úst árið 2014.

Stór jök­ul­hlaup hafa orðið

Bent er á að jök­ul­hlaup hafi orðið á síðustu þúsund árum, þar sem rennsli hafi náð 3.000 til 30.000 rúm­metr­um á sek­úndu.

Til sam­an­b­urðar má nefna að meðal­rennsli Ölfusár við Sel­foss er um 400 rúm­metr­ar á sek­úndu.

Mun stærri jök­ul­hlaup, þar sem mesta rennslið fór um­fram 100.000 rúm­metra á sek­úndu, urðu á for­sögu­leg­um tíma.

Þegar litið er fjær upp­tök­un­um, eða í 30 til 150 kíló­metra fjar­lægð frá hugs­an­legu gosi und­ir jökl­in­um, er aft­ur tekið fram að al­gjört myrk­ur gæti varað klukku­stund­um sam­an.

Gæti haft áhrif á flug­leiðir

Sam­göng­ur og fjar­skipti yrðu þar fyr­ir trufl­un­um og skemmd­ir yrðu á landi og gróðri í jök­ul­hlaup­um.

Enn fjær, eða í yfir 150 kíló­metra fjar­lægð frá mögu­leg­um upp­tök­um, gæti gos­mökk­ur­inn haft áhrif á flug­leiðir yfir Íslandi og víðar.

Gasút­streymi og gos­móða í stór­um gos­um gætu þá valdið loft­meng­un.

mbl.is