Níu tilnefndir í undirbúningsnefnd

Alþingi | 14. janúar 2025

Níu tilnefndir í undirbúningsnefnd

Níu alþingismenn hafa verið tilnefndir í undirbúningsnefnd Alþingis vegna rannsóknar síðustu þingkosninga, en nefndin mun á morgun fá til meðferðar umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd kosninganna.

Níu tilnefndir í undirbúningsnefnd

Alþingi | 14. janúar 2025

mbl.is/Kristinn Magnússon

Níu alþing­is­menn hafa verið til­nefnd­ir í und­ir­bún­ings­nefnd Alþing­is vegna rann­sókn­ar síðustu þing­kosn­inga, en nefnd­in mun á morg­un fá til meðferðar um­sögn lands­kjör­stjórn­ar um fram­kvæmd kosn­ing­anna.

Níu alþing­is­menn hafa verið til­nefnd­ir í und­ir­bún­ings­nefnd Alþing­is vegna rann­sókn­ar síðustu þing­kosn­inga, en nefnd­in mun á morg­un fá til meðferðar um­sögn lands­kjör­stjórn­ar um fram­kvæmd kosn­ing­anna.

Í um­sögn­inni verður m.a. tek­in afstaða til tveggja kæru­mála vegna fram­kvæmd­ar kosn­ing­anna í Suðvest­ur­kjör­dæmi, en bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Pírat­ar kærðu fram­kvæmd­ina. Þá mun lands­kjör­stjórn í um­sögn sinni einnig fjalla um þau til­vik þar sem at­kvæði greidd utan kjör­fund­ar skiluðu sér ekki til taln­ing­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skrif­stofu Alþing­is eru þess­ir þing­menn í nefnd­inni:

Dag­ur B. Eggerts­son, Sam­fylk­ingu, Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, Sjálf­stæðis­flokki, Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son, Viðreisn, Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, Flokki fólks­ins, Sig­ríður Á. And­er­sen, Miðflokki, Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, Sam­fylk­ingu, Vil­hjálm­ur Árna­son, Sjálf­stæðis­flokki, María Rut Krist­ins­dótt­ir, Viðreisn og Ingi­björg Isak­sen, Fram­sókn­ar­flokki.

Starf­andi for­seti Alþing­is, Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir sem einnig er mennta- og barna­málaráðherra, kveður nefnd­ina sam­an til fyrsta fund­ar og þar mun hún kjósa sér formann.

mbl.is