Óvenjuleg og hröð atburðarás sem kemur á óvart

Bárðarbunga | 14. janúar 2025

Óvenjuleg og hröð atburðarás sem kemur á óvart

„Við eigum ekki að túlka það þannig að það sé að fara að gjósa þarna núna. Þetta sýnir eigi að síður að Bárðarbunga er virk.“

Óvenjuleg og hröð atburðarás sem kemur á óvart

Bárðarbunga | 14. janúar 2025

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur ræddi við mbl.is um Bárðarbungu.
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur ræddi við mbl.is um Bárðarbungu. Samsett mynd

„Við eig­um ekki að túlka það þannig að það sé að fara að gjósa þarna núna. Þetta sýn­ir eigi að síður að Bárðarbunga er virk.“

„Við eig­um ekki að túlka það þannig að það sé að fara að gjósa þarna núna. Þetta sýn­ir eigi að síður að Bárðarbunga er virk.“

Þetta seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is um kröft­uga jarðskjálfta­hrinu sem hófst í Bárðarbungu í morg­un.

Jarðskjálfta­hrin­an hófst klukk­an 6 í morg­un og mæld­ist stærsti skjálft­inn klukk­an 8.05, 5,1 að stærð. Eft­ir það hafa tug­ir minni skjálfta mælst á svæðinu.

Skjálfta­hrin­an er sú öfl­ug­asta sem orðið hef­ur í eld­stöðinni frá því að eld­gos kom upp í Holu­hrauni árið 2014. 

Magnús seg­ir að skjálfta­hrin­an sé að mörgu leyti óvenju­leg en þó eigi hún sér hliðstæður.

Nefn­ir hann Gjálp­argosið sem var á milli Bárðarbungu og Grím­s­vatna í októ­ber árið 1996 og und­an­fara goss­ins í Holu­hrauni í lok ág­úst árið 2014.

Langt frá því að ná magn­inu fyr­ir gosið 2014

„Það sem við höf­um verið að sjá eft­ir að öskju­sigið varð, eft­ir stóra gosið í Holu­hrauni, er að það hef­ur verið virkni í Bárðarbungu. Mæl­ing­ar sem við höf­um gert þarna sýna að botn­inn hef­ur verið að rísa frá ár­inu 2015 og hann er bú­inn að rísa um þriðjung af þeim 65 metr­um sem hann seig í gos­inu í Holu­hrauni,“ seg­ir Magnús.

Nefn­ir hann að eld­stöðin í Bárðarbungu sé mjög öfl­ug og að erfitt sé að spá til um fram­haldið. Ef eld­gos brjót­ist út und­ir jökli geti það fram­kallað stór jök­ul­hlaup. 

Mikið magn kviku hafi safn­ast sam­an á síðustu tíu árum en að hún sé langt frá því að ná því magni sem var fyr­ir eld­gosið í Holu­hrauni árið 2014.

Magnús seg­ir at­b­urðarás­ina hafa verið hraða og komið vís­inda­mönn­um nokkuð á óvart.

„Við vit­um ekk­ert hvað er að fara að ger­ast, það get­ur vel verið að það ger­ist ekk­ert meira, en það lít­ur óneit­an­lega út fyr­ir að kvika hafi verið á ein­hverri hreyf­ingu.“

mbl.is