Skilja eftir tíu ára hjónaband

Stjörnur skilja | 14. janúar 2025

Skilja eftir tíu ára hjónaband

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson og eiginmaður hennar, Eric Johnson, fyrrverandi leikmaður ameríska fótboltaliðsins San Francisco 49ers, hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir tíu ára hjónaband.

Skilja eftir tíu ára hjónaband

Stjörnur skilja | 14. janúar 2025

Jessica Simpson og Eric Johnson.
Jessica Simpson og Eric Johnson. Skjáskot/Instagram

Banda­ríska söng­kon­an Jessica Simp­son og eig­inmaður henn­ar, Eric John­son, fyrr­ver­andi leikmaður am­er­íska fót­boltaliðsins San Francisco 49ers, hafa ákveðið að fara hvort í sína átt­ina eft­ir tíu ára hjóna­band.

Banda­ríska söng­kon­an Jessica Simp­son og eig­inmaður henn­ar, Eric John­son, fyrr­ver­andi leikmaður am­er­íska fót­boltaliðsins San Francisco 49ers, hafa ákveðið að fara hvort í sína átt­ina eft­ir tíu ára hjóna­band.

Simp­son staðfesti tíðind­in við tíma­ritið People í gær. 

„Við Eric höf­um lifað hvort í sínu lagi í þó nokk­urn tíma og reynt að yf­ir­stíga erfiðleik­ana í hjóna­bandi okk­ar, sagði Simp­son í yf­ir­lýs­ingu til People. „Börn­in okk­ar eru í fyrsta sæti og ætl­um við að ein­beita okk­ur að því sem er þeim fyr­ir bestu. Við erum þakk­lát fyr­ir alla ást­ina og stuðning­inn og kunn­um að meta næði nú þegar við vinn­um okk­ur í gegn­um þetta sem fjöl­skylda.“

Hjón­in giftu sig þann 5. júlí 2014 í Montecito í Kali­forn­íu. Þau eiga þrjú börn á ald­urs­bil­inu 5-12 ára. Er þetta annað hjóna­band beggja. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by People Magaz­ine (@people)

mbl.is