Finna annmarka á kosningum og vísa til Alþingis

Alþingiskosningar 2024 | 15. janúar 2025

Finna annmarka á kosningum og vísa til Alþingis

„Landskjörstjórn telur brýnt að endurskoða með heildstæðum hætti framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis, sérstaklega með það í huga að gera hana skilvirkari og öruggari í framkvæmd.“

Finna annmarka á kosningum og vísa til Alþingis

Alþingiskosningar 2024 | 15. janúar 2025

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar.
Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Lands­kjör­stjórn tel­ur brýnt að end­ur­skoða með heild­stæðum hætti fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu, bæði hér heima og er­lend­is, sér­stak­lega með það í huga að gera hana skil­virk­ari og ör­ugg­ari í fram­kvæmd.“

„Lands­kjör­stjórn tel­ur brýnt að end­ur­skoða með heild­stæðum hætti fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu, bæði hér heima og er­lend­is, sér­stak­lega með það í huga að gera hana skil­virk­ari og ör­ugg­ari í fram­kvæmd.“

Þetta seg­ir í um­sögn lands­kjör­stjórn­ar um fram­kvæmd alþing­is­kosn­ing­anna sem fram fór 30. nóv­em­ber sl., en um­sögn­inni var skilað til Alþing­is í dag og birt jafn­framt á vef lands­kjör­stjórn­ar.

Á Alþingi tek­ur 9 manna und­ir­bún­ings­nefnd þings­ins við kefl­inu. Í nefnd­inni sitja tveir þing­menn frá Sjálf­stæðis­flokki, Viðreisn og Sam­fylk­ingu, en einn frá Miðflokki, Flokki fólks­ins og Fram­sókn­ar­flokki.

Heild­armatið liggi hjá Alþingi

Í um­sögn lands­kjör­stjórn­ar kem­ur m.a. fram að þar sem um­sýsla við utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sé um­fangs­mik­il, fram­kvæmd­in viðkvæm fyr­ir ut­anaðkom­andi þátt­um, sér­stak­lega hvað varði flutn­ing eða send­ing­ar at­kvæðis­bréfa til meðferðar og eft­ir at­vik­um til taln­ing­ar, sé hætta á að at­kvæði mis­far­ist eða verði ekki tek­in til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjós­and­ans sjálfs.

Lands­kjör­stjórn til­grein­ir í um­sögn sinni nokkra ann­marka á fram­kvæmd kosn­ing­anna.

Seg­ir hún að heild­armat á ann­mörk­un­um og hvort ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úr­slit kosn­ing­anna sé hjá Alþingi skv. kosn­inga­lög­um.

mbl.is