Hafdís komin með nýja dagvinnu

Framakonur | 15. janúar 2025

Hafdís komin með nýja dagvinnu

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari er komin með nýtt starf. Hún hóf störf sem tryggingaráðgjafi á einstaklingssviði hjá Tryggja á dögunum. Um er að ræða vátryggingamiðlun sem stofnuð var 1995 með það markmið að innleiða erlendar vátryggingar á markaðinn. Auk þess hefur Hafdís verið að þjóna í Gamla bíói á kvöldin og reka húðmeðferðarstofu í Faxafeni. Það er því ekki hægt að segja að þessi fjögurra barna móðir hafi ekki næg verkefni á sinni könnu. 

Hafdís komin með nýja dagvinnu

Framakonur | 15. janúar 2025

Hafdís Björg Kristjánsdóttir er komin með nýja vinnu.
Hafdís Björg Kristjánsdóttir er komin með nýja vinnu. Ljósmynd/Instagram

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir einkaþjálf­ari er kom­in með nýtt starf. Hún hóf störf sem trygg­ingaráðgjafi á ein­stak­lings­sviði hjá Tryggja á dög­un­um. Um er að ræða vá­trygg­inga­miðlun sem stofnuð var 1995 með það mark­mið að inn­leiða er­lend­ar vá­trygg­ing­ar á markaðinn. Auk þess hef­ur Haf­dís verið að þjóna í Gamla bíói á kvöld­in og reka húðmeðferðar­stofu í Faxa­feni. Það er því ekki hægt að segja að þessi fjög­urra barna móðir hafi ekki næg verk­efni á sinni könnu. 

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir einkaþjálf­ari er kom­in með nýtt starf. Hún hóf störf sem trygg­ingaráðgjafi á ein­stak­lings­sviði hjá Tryggja á dög­un­um. Um er að ræða vá­trygg­inga­miðlun sem stofnuð var 1995 með það mark­mið að inn­leiða er­lend­ar vá­trygg­ing­ar á markaðinn. Auk þess hef­ur Haf­dís verið að þjóna í Gamla bíói á kvöld­in og reka húðmeðferðar­stofu í Faxa­feni. Það er því ekki hægt að segja að þessi fjög­urra barna móðir hafi ekki næg verk­efni á sinni könnu. 

Í des­em­ber slitnaði upp úr sam­bandi henn­ar og Kristjáns Ein­ars Sig­ur­björns­son­ar, Kleina, sem er kom­inn út í viðskipti með að selja notuð hús­gögn. Þegar slitnaði upp úr sam­band­inu var parið ný­flutt í ein­býl­is­hús í Garðabæ sem þau höfðu tekið á leigu. Í síðustu viku aug­lýsti Haf­dís eft­ir íbúð til leigu fyr­ir sig og syni sína og tók það fram að hún vildi helst kom­ast aft­ur til Reykja­vík­ur eft­ir stutt stopp í Garðabæ. 

Lífið býður stöðugt upp á nýj­ar áskor­an­ir og stund­um ger­ist allt á sama tíma eins og Haf­dís þekk­ir. 

Smart­land ósk­ar Haf­dísi góðs geng­is í nýju vinn­unni! 

mbl.is