Hvar er best að versla á Tenerife?

Tenerife | 15. janúar 2025

Hvar er best að versla á Tenerife?

Þó að Íslendingar sæki í eyjuna vinsælu aðallega fyrir sólina þá getur smá verslunarferð líka glatt ansi mikið. Tenerife er þó ekki þekkt fyrir að vera sérstök tískuparadís en það er þó hægt að finna flottan fatnað og hönnunarvöru þegar leitað er á réttu stöðunum. 

Hvar er best að versla á Tenerife?

Tenerife | 15. janúar 2025

Það er ýmislegt annað á eyjunni en sólbaðsbekkurinn.
Það er ýmislegt annað á eyjunni en sólbaðsbekkurinn. Unsplash/Samsett mynd

Þó að Íslend­ing­ar sæki í eyj­una vin­sælu aðallega fyr­ir sól­ina þá get­ur smá versl­un­ar­ferð líka glatt ansi mikið. Teneri­fe er þó ekki þekkt fyr­ir að vera sér­stök tískup­ara­dís en það er þó hægt að finna flott­an fatnað og hönn­un­ar­vöru þegar leitað er á réttu stöðunum. 

Þó að Íslend­ing­ar sæki í eyj­una vin­sælu aðallega fyr­ir sól­ina þá get­ur smá versl­un­ar­ferð líka glatt ansi mikið. Teneri­fe er þó ekki þekkt fyr­ir að vera sér­stök tískup­ara­dís en það er þó hægt að finna flott­an fatnað og hönn­un­ar­vöru þegar leitað er á réttu stöðunum. 

American Vinta­ge í Plaza Del Duque á Adeje-strönd­inni sel­ur æðis­leg­ar ullarpeys­ur sem nýt­ast mun bet­ur þegar heim er komið. American Vinta­ge er einnig þekkt fyr­ir stutterma­boli í öll­um lit­um og heimagalla úr góðum efn­um.

American Vintage selur flotta heimagalla og prjónapeysur meðal annars.
American Vinta­ge sel­ur flotta heimagalla og prjónapeys­ur meðal ann­ars. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Mint er einnig staðsett í Plaza Del Duque en versl­un­in sel­ur vör­ur frá merkj­um eins og Ganni, Gold­en Goose, Isa­bel Mar­ant, Marni, Jacqu­em­us, Stellu McCart­ney og Kenzo. 

Marg­ir þekkja ít­alska tísku­húsið Max Mara en í Plaza Del Duque er lít­il versl­un sem sel­ur ým­is­legt fal­legt frá merk­inu. Þar má finna veg­leg­ar ull­ar­káp­ur, silkiskyrt­ur og bux­ur í stíl og einnig þægi­lega skó sem hægt er að nota í frí­inu. Föt­in frá Max Mara eru flest lífs­stíðar­eign.

Max Mara er meðal annars þekkt fyrir gæðamiklar kápur.
Max Mara er meðal ann­ars þekkt fyr­ir gæðamikl­ar káp­ur. Ljós­mynd/​Unsplash

Bounty sel­ur fatnað og fylgi­hluti frá há­tísku­hús­um eins og Bottega Veneta, Burberry, Chloé, Balenciaga, Gucci, Fendi og svo lengi mætti telja. Versl­un­in er kjör­in fyr­ir þá sem vilja eyða al­vöru pen­ing.

Plaza Del Duque er staðsett á göt­unni C. Londres á Adeje-strönd­inni.

Massimo Dutti er staðsett í Siam Mall en í þeirri versl­un er mikið um þægi­leg hvers­dags­föt eða föt sem henta vel í vinn­una. Litap­all­ett­an er oft fal­leg og klass­ísk og er mikið um brúna, ólífug­ræna, svarta og dökk­bláa liti. 

Zara Home er staðsett í Siam Mall og er upp­á­haldsversl­un margra Íslend­inga í út­lönd­um. Versl­un­in, eins og nafnið gef­ur til kynna, sel­ur ýms­ar vör­ur fyr­ir heim­ilið á góðu verði. 

Fyr­ir þau sem eru að leita að ágæt­is­nær­föt­um geta fundið þau í ít­ölsku und­irfata­versl­un­inni Intim­issimi. Versl­un­in er meðal ann­ars staðsett í Siam Mall. Intim­issimi Uomo sel­ur und­ir­föt og nátt­föt fyr­ir karl­menn.

Siam Mall er staðsett á göt­unni Av. Siam 3 á Adeje-strönd­inni.

Þau sem eru meira að leita að menn­ing­ar­legri upp­lif­un en há­tísku­hús­um geta heim­sótt Merca­do de Nu­estra Sen­ore de África í Santa Cruz. Þar má finna ým­is­legt frá ferskri mat­vöru til hand­gerðra skart­gripa. 

Markaður­inn er staðsett­ur á Av. de San Sebasti­án, 51 í Santa Cruz á Teneri­fe.

Gold­en Mile er gata í hjarta am­er­ísku strand­ar­inn­ar á suður­hluta eyj­unn­ar. Breiðgat­an er rúm­lega 1,5 km löng og þar eru fjöl­breytt­ar versl­an­ir sem selja merki eins og Versace, Dolce & Gabb­ana og Armani. Þar finn­urðu einnig versl­un­ina Zöru og aðrar smá­versl­an­ir sem selja meðal ann­ars tísku- og förðun­ar­vör­ur. Á göt­unni er mikið af skemmti­leg­um veit­inga­stöðum fyr­ir þá sem þurfa hlé frá búðunum.

Gold­en Mile er staðsett á am­er­ísku strönd­inni. 

Centro Comercial El Mira­dor er heill­andi og lít­il versl­un­ar­miðstöð við strönd­ina á Adeje. Hún minn­ir helst á kana­rískt hefðbundið hverfi með þröng­um göt­um og spænsk­um arki­tekt­úr. Þarna finn­urðu sjálf­stæðar versl­an­ir sem selja hönn­un­ar­vöru, sund­föt, leik­föng og hand­gerða minja­gripi. Það er kjörið að heim­sækja Centro Comercial El Mira­dor þegar það þarf hvíld frá sól­inni og fólk vill setj­ast niður og gæða sér á ís­köldu límónaði. 

Staðsett á Playa del Duque, Av. de Bru­selas á Adeje-strönd­inni.

Calle de Castillo er aðal­göngu­gat­an í Santa Cruz og er vin­sæl á meðal ferðamanna og íbúa eyj­unn­ar. Lit­rík gat­an ligg­ur í vest­ur frá Plaza de la Cand­el­aria-torg­inu og í miðjan bæ­inn. Á göt­unni finn­urðu ýms­ar versl­an­ir sem selja ódýr­ari fatnað, íþrótta­föt, tækni- og snyrti­vör­ur.

C. del Castillo, 44-48 í Santa Cruz. 

Calle de Castillo er heillandi gata í Santa Cruz.
Calle de Castillo er heill­andi gata í Santa Cruz. Ljós­mynd/​In­sta­gram

 

mbl.is