Viðbúin ef hlutirnir þróast til verri vegar

Bárðarbunga | 15. janúar 2025

Viðbúin ef hlutirnir þróast til verri vegar

„Við erum orðin svo vön einhverjum svona látum en það er alltaf gott að vera viðbúin ef hlutirnir þróast til verri vegar. Við erum það klárlega hérna og vinnum bara með það sem að höndum ber,“ segir Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri í Norðurþingi.

Viðbúin ef hlutirnir þróast til verri vegar

Bárðarbunga | 15. janúar 2025

Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri í Norðurþingi, í aðgerðastjórn almannavarna á Húsavík …
Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri í Norðurþingi, í aðgerðastjórn almannavarna á Húsavík í dag. Samsett mynd/mbl.is/Hafþór Hreiðarsson/Árni Sæberg

„Við erum orðin svo vön ein­hverj­um svona lát­um en það er alltaf gott að vera viðbúin ef hlut­irn­ir þró­ast til verri veg­ar. Við erum það klár­lega hérna og vinn­um bara með það sem að hönd­um ber,“ seg­ir Grím­ur Kára­son, slökkviliðsstjóri í Norðurþingi.

„Við erum orðin svo vön ein­hverj­um svona lát­um en það er alltaf gott að vera viðbúin ef hlut­irn­ir þró­ast til verri veg­ar. Við erum það klár­lega hérna og vinn­um bara með það sem að hönd­um ber,“ seg­ir Grím­ur Kára­son, slökkviliðsstjóri í Norðurþingi.

Aðgerðastjórn verður opin á Húsa­vík á milli klukk­an átta og tólf næstu daga eft­ir að lög­regl­an á Norður­landi eystra virkjaði viðbragðsáætl­un vegna auk­inn­ar jarðskjálfta­virkni í Bárðarbungu.

Sam­talið er virkt

„Við vilj­um sjá svona til ef það koma ein­hverj­ar spurn­ing­ar inn frá íbú­um í sveit­ar­fé­lag­inu sem þetta gæti snert ef eitt­hvað gerðist,“ seg­ir Grím­ur. Fólk er aðeins byrjað að hafa sam­band að hans sögn en þó ekki í mikl­um mæli. Seg­ir hann t.d. um að ræða fólk sem teng­ist skól­um og öðru í þeim dúr og sé með börn á ferðinni á milli svæða.

Fjar­fund­ir hafa verið haldn­ir með viðbragðsaðilum í um­dæm­inu. Marg­ar björg­un­ar­sveit­ir eru á svæðinu og seg­ir Grím­ur að fundað hafi verið með svæðis­stjórn Lands­bjarg­ar á svæði 12 í morg­un.

Í gær hafi þá verið fundað með sveit­ar­stjór­um þeirra tveggja sveit­ar­fé­laga sem eru á áhrifa­svæði flóða ef þau yrðu, ann­ars veg­ar í Þing­eyj­ar­sveit og hins veg­ar í Norðurþingi. 

„Þar fór­um við bara yfir þá stöðu og þær upp­lýs­ing­ar sem við höf­um fengið frá okk­ar fag­fólki á Veður­stof­unni og á al­manna­varna­deild­inni. Það er bara verið að setja menn aðeins meira upp á tærn­ar en dags dag­lega,“ seg­ir Grím­ur.

Hætta á jök­ulflóði

Í grein­ingu á áhættu- og áfallaþoli í sveit­ar­fé­lag­inu sem staðfest var í sveit­ar­stjórn á síðasta ári kem­ur fram að helstu hætt­urn­ar sem steðji að sveit­ar­fé­lag­inu Norðurþingi séu jarðskjálft­ar ann­ars veg­ar og jök­ulflóð í kjöl­far eld­goss í norðan­verðum Vatna­jökli hins veg­ar.

Grím­ur seg­ir það svo sem al­veg þekkt að eitt­hvað sé að ger­ast í jökl­in­um. Viðbragðsáætl­un lög­reglu geri ráð fyr­ir því að hægt sé virkja hana á óvissu­stigi sem í raun og veru segi ekki neitt annað en að viðbragðsaðilar tengd­ir verk­efn­inu yf­ir­fari sín hlut­verk í áætl­un­inni ef eitt­hvað fram­hald yrði á.

„Menn svona opna plögg­in og dusta rykið kannski af þeim hlut­verk­um sem bíða manna ef ástandið fer yfir á hættu­stig eða neyðarstig.“

Plaggið til frá 2014

Minn­ist Grím­ur á að viðbragðsaðilar eigi ágæt­is mynd af óróa í jökl­in­um en virk aðgerðastjórn stóð yfir í sex mánuði í eld­gos­inu í Holu­hrauni árið 2014. Seg­ir hann að þá hafi verið viðhöfð sams kon­ar viðbrögð og áætl­un ger­ir ráð fyr­ir í dag þar sem m.a. er gert ráð fyr­ir rým­ingu ef kem­ur til jök­ulflóðs.

„Þetta plagg er til með fyr­ir­skrifuðum hlut­verk­um allra viðbragðsaðila sem eru hér í um­dæm­inu.“

Ekki er að heyra annað en að Grím­ur sé nokkuð ró­leg­ur yfir stöðunni. Seg­ir hann aðgerðastjórn í stöðugu sam­tali við okk­ar fær­ustu vís­inda­menn sem séu best til þess falln­ir að segja til hvað þetta gæti í raun og veru leitt af sér.

„Þau eru fag­fólkið í þessu og við treyst­um á þeirra vitn­eskju og þekk­ingu.“

mbl.is