Klukkan tifar: TikTok bannað á sunnudaginn

TikTok | 16. janúar 2025

Klukkan tifar: TikTok bannað á sunnudaginn

Ráðgjafar Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, leita nú allra leiða til að koma í veg fyrir að TikTok verði bannað í Bandaríkjunum á sunnudag. Forstjóri TikTok mun mæta í innsetningarathöfn Trumps á mánudag.

Klukkan tifar: TikTok bannað á sunnudaginn

TikTok | 16. janúar 2025

Trump vill koma í veg fyrir bannið en möguleikar hans …
Trump vill koma í veg fyrir bannið en möguleikar hans eru takmarkaðir. AFP/Oliver Douliery

Ráðgjaf­ar Don­alds Trumps, verðandi Banda­ríkja­for­seta, leita nú allra leiða til að koma í veg fyr­ir að TikT­ok verði bannað í Banda­ríkj­un­um á sunnu­dag. For­stjóri TikT­ok mun mæta í inn­setn­ing­ar­at­höfn Trumps á mánu­dag.

Ráðgjaf­ar Don­alds Trumps, verðandi Banda­ríkja­for­seta, leita nú allra leiða til að koma í veg fyr­ir að TikT­ok verði bannað í Banda­ríkj­un­um á sunnu­dag. For­stjóri TikT­ok mun mæta í inn­setn­ing­ar­at­höfn Trumps á mánu­dag.

Dag­blaðið Wall Street Journal (WSJ) grein­ir frá.

Eins og greint hef­ur verið frá hafa banda­rísk stjórn­völd þegar samþykkt lög sem þvinga ByteD­ance, kín­verskt móður­fé­lag TikT­ok, til að selja sam­fé­lags­miðil­inn fyr­ir 19. janú­ar ella verði TikT­ok bannað í Banda­ríkj­un­um.

Trump vill koma í veg fyr­ir bannið

Ráðgjaf­ar Trumps fara nú yfir lög­in til þess að sjá hvort að það sé ein­hver mögu­leiki á því að fresta gildis­töku banns­ins í um 60 til 90 daga.

Mike Walz, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Trumps, sagði í viðtali við Fox News í dag að Trump hygðist ætla að koma í veg fyr­ir það að lokað yrði fyr­ir aðgang að TikT­ok.

Marg­ir lög­fræðing­ar segja þó að það sé ekki auðvelt að fresta fullri gildis­töku lag­anna. Lög­in heim­ila Joe Biden Banda­ríkja­for­seta að fresta bann­inu um 90 daga ef ástæða er að ætla að samn­ing­ar séu að nást um sölu TikT­ok.

Full­trú­ar í Biden-stjórn­inni segja þó að þeir telji sig ekki geta frestað gildis­tök­unni.

Fáir mögu­leik­ar í stöðunni

Val­mögu­leik­ar Trumps til að koma í veg fyr­ir bannið eru þó tak­markaðir. Hann get­ur full­vissað fyr­ir­tæki eins og Apple og Google um að þau verði ekki sótt til saka fyr­ir að leyfa TikT­ok, en lög­in væru þá tækni­lega séð í gildi en þeim væri ekki fram­fylgt.

Þá kem­ur einnig til greina að hann und­ir­riti for­seta­til­skip­un til þess að reyna fresta því að lög­un­um verði fram­fylgt. Vanda­málið við það er að þá yrðu lög­in samt enn í gildi þar sem þau voru samþykkt af Banda­ríkjaþingi og und­ir­rituð af Banda­ríkja­for­seta.

Jafn­vel þó Trump gefi út for­seta­til­skip­un um að fram­fylgja ekki bann­inu þá gætu fyr­ir­tæki eins og Apple og Google samt sem áður ákveðið að fara að lög­um til að forðast mögu­lega laga­lega ábyrgð.

Einn mögu­leiki er svo ein­fald­lega að Banda­ríkjaþing semji nýtt frum­varp og breyti þannig lög­un­um. Það gæti þó tekið tals­verðan tíma. 

Verður viðstadd­ur inn­setn­ing­ar­at­höfn­ina

Hæstirétt­ur er með lög­in til meðferðar hjá sér en flest­ir telja að þau fái að standa. Hæstirétt­ur gæti þó beðið um að gild­istaka lag­anna verði frestað á meðan málið er til meðferðar.

Án af­skipta Hæsta­rétt­ar eða Biden-stjórn­ar­inn­ar þá mun TikT­ok loka fyr­ir aðgang Banda­ríkja­manna að for­rit­inu strax á sunnu­dag, sam­kvæmt heim­ild­ar­manni WSJ.

Sam­starfsaðilar TikT­ok í Banda­ríkj­un­um eins og Oracle gætu ann­ars sætt laga­legri ábyrgð.

Shou Chew, for­stjóri TikT­ok, verður viðstadd­ur inn­setn­ing­ar­at­höfn Trumps á mánu­dag­inn ásamt öðrum þekkt­um for­stjór­um eins og Jeff Bezos, for­stjóra Amazon, Elon Musk, eig­anda X, Mark Zucker­berg, for­stjóra Meta, og Tim Cook, for­stjóra Apple.

Shou Zi Chew, forstjóri TikTok.
Shou Zi Chew, for­stjóri TikT­ok. AFP/​Bay Ismoyo
Mótmælendur hafa stikað götur Washington D.C. undanfarna daga og hvatt …
Mót­mæl­end­ur hafa stikað göt­ur Washingt­on D.C. und­an­farna daga og hvatt hæsta­rétt til þess að dæma lög­in ógild. Það þykir þó ekki lík­leg niðurstaða. AFP/​Andrew harnik
mbl.is