Varaði við hættulegri fákeppni

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 16. janúar 2025

Varaði við hættulegri fákeppni

Í kveðjuræðu sinni til bandarísku þjóðarinnar í gærkvöld hvatti Joe Biden Bandaríkjaforseti landa sína til að standa vörð gegn hættulegri fákeppni sem myndist undir stjórn Donalds Trumps. 

Varaði við hættulegri fákeppni

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 16. janúar 2025

Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti kveðjuræðu sína en hann lætur af …
Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti kveðjuræðu sína en hann lætur af embætti 20. janúar. AFP

Í kveðjuræðu sinni til banda­rísku þjóðar­inn­ar í gær­kvöld hvatti Joe Biden Banda­ríkja­for­seti landa sína til að standa vörð gegn hættu­legri fákeppni sem mynd­ist und­ir stjórn Don­alds Trumps. 

Í kveðjuræðu sinni til banda­rísku þjóðar­inn­ar í gær­kvöld hvatti Joe Biden Banda­ríkja­for­seti landa sína til að standa vörð gegn hættu­legri fákeppni sem mynd­ist und­ir stjórn Don­alds Trumps. 

Trump sest aft­ur í for­seta­stól Banda­ríkj­anna á mánu­dag­inn og í ræðu sinni lagði Biden áherslu á að for­set­inn ætti ekki að hafa ótak­markað eða óskorað vald.

„Í dag er fákeppni að taka á sig mynd í Banda­ríkj­un­um af mikl­um auði, völd­um og áhrif­um sem bók­staf­lega ógn­ar öllu lýðræðinu okk­ar, grund­vall­ar­rétt­ind­um okk­ar og frelsi,“ sagði Biden.

Biden sagði að marg­ar hætt­ur steðjuðu að Banda­ríkj­un­um og hann vísaði greini­lega til ná­inna tengsla Trumps við Elon Musk, rík­asta mann heims, og aðra tæknijöfra. Musk mun gegna mik­il­vægu ráðgjafa­hlut­verki í kom­andi rík­is­stjórn Trumps.

Biden varaði við því að hættu­leg samþjöpp­un valds væri nú í hönd­um of­ur­ríks fólks með hættu­leg­um af­leiðing­um ef valdaníðsla þeirra er lát­in óheft. Þá sagði hann að hætta stafaði af vill­andi upp­lýs­inga­gjöf og upp­lýs­inga­föls­un.

„Banda­ríkja­menn eru grafn­ir und­ir snjóflóði rangra upp­lýs­inga. Frjálsa press­an er að molna. Rit­stjór­ar eru að hverfa. Sam­fé­lags­miðlar gef­ast upp á því að kanna staðreynd­ir. Sann­leik­ur­inn er kæfður með lyg­um sem sagðar eru til valda og hagnaðar,“ sagði Biden.

Um loft­lags­breyt­ing­ar sagði hann:

„Sterk öfl vilja beita óheftu áhrif­um sín­um til að út­rýma þeim skref­um sem við höf­um tekið til að tak­ast á við lofts­lagskrepp­una til að þjóna eig­in hags­mun­um fyr­ir völd og gróða.“

mbl.is