Áfram mælast skjálftar á miklu dýpi

Ljósufjallakerfi | 17. janúar 2025

Áfram mælast skjálftar á miklu dýpi við Grjótárvatn

Tæplega 100 jarðskjálftar, sem eru yfir einn að stærð, hafa mælst við Grjótárvatn í janúar. Í gær mældist skjálfti af stærðinni 3,2 sem er stærsti skjálftinn á svæðinu frá því virkni fór að aukast í ágúst. 

Áfram mælast skjálftar á miklu dýpi við Grjótárvatn

Ljósufjallakerfi | 17. janúar 2025

Engar vísbendingar eru til staðar um að kvika sé á …
Engar vísbendingar eru til staðar um að kvika sé á leið upp til yfirboðs. Kort/Map.is

Tæp­lega 100 jarðskjálft­ar, sem eru yfir einn að stærð, hafa mælst við Grjótár­vatn í janú­ar. Í gær mæld­ist skjálfti af stærðinni 3,2 sem er stærsti skjálft­inn á svæðinu frá því virkni fór að aukast í ág­úst. 

Tæp­lega 100 jarðskjálft­ar, sem eru yfir einn að stærð, hafa mælst við Grjótár­vatn í janú­ar. Í gær mæld­ist skjálfti af stærðinni 3,2 sem er stærsti skjálft­inn á svæðinu frá því virkni fór að aukast í ág­úst. 

Veður­stofa Íslands seg­ir að kvikuinn­skot á dýpi sé talið lík­leg­asta skýr­ing­in á skjálfta­virkni. Tekið er fram að eng­ar vís­bend­ing­ar séu til staðar um að kvika sé á leið upp til yf­ir­boðs. 

Þetta kem­ur fram í nýju yf­ir­liti frá Veður­stof­unni.

„Jarðskjálfta­virkni held­ur áfram að aukast við Grjótár­vatn. Það sem af er janú­ar mánuði hafa tæp­lega 100 skjálft­ar yfir M1,0 að stærð mælst. Það er sam­bæri­legt við fjölda skjálfta all­an des­em­ber 2024 sem var mesti fjöldi skjálfta sem hef­ur mælst í ein­um mánuði á svæðinu. Í gær­morg­un, 16. janú­ar, mæld­ist skjálfti af stærð M3,2. Eng­ar til­kynn­ing­ar hafa borist til Veður­stof­unn­ar um að skjálft­inn hafi fund­ist í byggð en þó gætu íbú­ar á nær­liggj­andi svæðum hafa orðið hans var­ir. Þetta var stærsti skjálfti sem hef­ur mælst á svæðinu síðan virkni fór að aukast þarna í ág­úst 2024, en þann 18. des­em­ber 2024 mæld­ist skjálfti af stærð M3,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is