Óvissustigi aflýst vegna Bárðarbungu

Bárðarbunga | 17. janúar 2025

Óvissustigi aflýst vegna Bárðarbungu

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi aflýsir óvissustigi Almannavarna sem sett var á á þriðjudag vegna aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu.

Óvissustigi aflýst vegna Bárðarbungu

Bárðarbunga | 17. janúar 2025

Báðarbunga er í norðvesturhluta Vatnajökuls, en eldstöðvakerfið sem kennt er …
Báðarbunga er í norðvesturhluta Vatnajökuls, en eldstöðvakerfið sem kennt er við hana er 190 km langt.

Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við Lög­reglu­stjór­ana á Norður­landi eystra, Aust­ur­landi og Suður­landi af­lýs­ir óvissu­stigi Al­manna­varna sem sett var á á þriðju­dag vegna auk­inn­ar skjálfta­virkni í Bárðarbungu.

Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við Lög­reglu­stjór­ana á Norður­landi eystra, Aust­ur­landi og Suður­landi af­lýs­ir óvissu­stigi Al­manna­varna sem sett var á á þriðju­dag vegna auk­inn­ar skjálfta­virkni í Bárðarbungu.

Mik­il skjálfta­virkni varð und­ir Bárðarbungu á þriðju­dag­inn og mæld­ust tug­ir skjálfta, sá stærsti 5,1 að stærð.

Í til­kynn­ingu rík­is­lög­reglu­stjóra er vísað til þess að lít­il skjálfta­virkni hafi mælst í Bárðarbungu síðan á þriðju­dags­morg­un. Sú skjálfta­hrina var sú kröft­ug­asta sem mælst hef­ur síðan að síðustu elds­um­brot urðu í Bárðarbungu frá 2014 til 2015 og eld­gos varð í Holu­hrauni. Hreyf­ing­ar í jarðskjálftun­um sam­ræm­ast auk­inni þenslu vegna kviku­söfn­un­ar sem hef­ur staðið yfir frá síðustu elds­um­brot­um 2015.

Nokk­ur óvissa er um hver þróun þess­ar­ar virkni verður á næst­unni og ekki er úti­lokað að jarðskjálfta­virkni á svæðinu taki sig aft­ur upp. Seg­ir í til­kynn­ing­unni að áfram verði fylgst vel með.

Líkt og fjallað hef­ur verið um í vik­unni er Bárðarbunga öfl­ug­asta eld­stöð Íslands, en eld­stöðva­kerfi henn­ar er um 190 km að lengd.  Er það eina kerfið á land­inu sem á upp­runa sinn í bæði Norður- og Aust­urgos­belt­inu.

mbl.is