Þing verður sett 4. febrúar

Alþingiskosningar 2024 | 17. janúar 2025

Þing verður sett 4. febrúar

Alþingi verður sett 4. febrúar, eða eftir um tvær og hálfa viku. Kristrún Frostadóttir lagði erindi þess efnis fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Þá verða rúmlega átta vikur liðnar frá kosningum sem fóru fram 30. nóvember.

Þing verður sett 4. febrúar

Alþingiskosningar 2024 | 17. janúar 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lagði fram erindi á ríkisstjórnarfundi í dag …
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lagði fram erindi á ríkisstjórnarfundi í dag um setningu þingsins þriðjudaginn 4. febrúar. mbl.is/Karítas

Alþingi verður sett 4. fe­brú­ar, eða eft­ir um tvær og hálfa viku. Kristrún Frosta­dótt­ir lagði er­indi þess efn­is fram á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag. Þá verða rúm­lega átta vik­ur liðnar frá kosn­ing­um sem fóru fram 30. nóv­em­ber.

Alþingi verður sett 4. fe­brú­ar, eða eft­ir um tvær og hálfa viku. Kristrún Frosta­dótt­ir lagði er­indi þess efn­is fram á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag. Þá verða rúm­lega átta vik­ur liðnar frá kosn­ing­um sem fóru fram 30. nóv­em­ber.

Und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kosn­inga kom sam­an í dag og fundaði með lands­kjör­stjórn, en farið er yfir um­sögn lands­kjör­stjórn­ar sem birt var fyrr í vik­unni. Þar hafði meðal ann­ars komið fram að nokkr­ir ann­mark­ar hefðu verið á fram­kvæmd kosn­ing­anna, sér í lagi því er viðkem­ur fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu, bæði hér heima og er­lend­is.

Í um­sögn­inni kem­ur m.a. fram að þar sem um­sýsla við utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sé um­fangs­mik­il, fram­kvæmd­in viðkvæm fyr­ir ut­anaðkom­andi þátt­um, sér­stak­lega hvað varði flutn­ing eða send­ing­ar at­kvæðis­bréfa til meðferðar og eft­ir at­vik­um til taln­ing­ar, sé hætta á að at­kvæði mis­far­ist eða verði ekki tek­in til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjós­and­ans sjálfs.

Greint hef­ur verið frá því að 25 at­kvæði hafi ekki skilað sér til taln­ing­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi sem send höfðu verið á sveit­ar­stjórn­ar­skrif­stofu Kópa­vogs­bæj­ar. Þá barst einnig kassi til yfir­kjör­stjórn­ar Norðaust­ur­kjör­dæm­is ell­efu dög­um eft­ir kosn­ing­ar með utan­kjör­fund­ar­at­kvæðum frá Reykja­vík. Voru þessi at­kvæði ekki tal­in þar sem þau bár­ust of seint.

mbl.is