Féll í yfirlið á aðfangadag á Srí Lanka

Á ferðalagi | 18. janúar 2025

Féll í yfirlið á aðfangadag á Srí Lanka

Þórdís Katla Sverrisdóttir veit fátt skemmtilegra en að ferðast. Hún er nýkomin heim eftir ævintýralega dvöl á eyjunni Srí Lanka í Indlandshafi, en þar eyddi hún jólunum ásamt foreldrum sínum og tveimur yngri bræðrum. Þórdís Katla segir ferðalagið hafa verið magnaða upplifun og hreint út sagt ótrúlegt, en eitt heldur óheppilegt atvik, sem átti sér stað á aðfangadagskvöld, gerði ferðina sérlega eftirminnilega fyrir hana og fjölskyldu hennar.

Féll í yfirlið á aðfangadag á Srí Lanka

Á ferðalagi | 18. janúar 2025

Þórdís Katla Sverrisdóttir lenti í óhappi á Srí Lanka.
Þórdís Katla Sverrisdóttir lenti í óhappi á Srí Lanka. Ljósmynd/Aðsend

Þór­dís Katla Sverr­is­dótt­ir veit fátt skemmti­legra en að ferðast. Hún er ný­kom­in heim eft­ir æv­in­týra­lega dvöl á eyj­unni Srí Lanka í Ind­lands­hafi, en þar eyddi hún jól­un­um ásamt for­eldr­um sín­um og tveim­ur yngri bræðrum. Þór­dís Katla seg­ir ferðalagið hafa verið magnaða upp­lif­un og hreint út sagt ótrú­legt, en eitt held­ur óheppi­legt at­vik, sem átti sér stað á aðfanga­dags­kvöld, gerði ferðina sér­lega eft­ir­minni­lega fyr­ir hana og fjöl­skyldu henn­ar.

Þór­dís Katla Sverr­is­dótt­ir veit fátt skemmti­legra en að ferðast. Hún er ný­kom­in heim eft­ir æv­in­týra­lega dvöl á eyj­unni Srí Lanka í Ind­lands­hafi, en þar eyddi hún jól­un­um ásamt for­eldr­um sín­um og tveim­ur yngri bræðrum. Þór­dís Katla seg­ir ferðalagið hafa verið magnaða upp­lif­un og hreint út sagt ótrú­legt, en eitt held­ur óheppi­legt at­vik, sem átti sér stað á aðfanga­dags­kvöld, gerði ferðina sér­lega eft­ir­minni­lega fyr­ir hana og fjöl­skyldu henn­ar.

Hún seg­ir bet­ur frá því hér á eft­ir.

Þór­dís Katla er 21 árs göm­ul og stund­ar nám á sviði tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræða við Há­skóla Íslands. Hún veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hlakk­ar til að kom­ast að því með tíð og tíma.

Þórdís Katla elskar að ferðast.
Þór­dís Katla elsk­ar að ferðast. Ljós­mynd/​Aðsend

„Hef verið hepp­in“

Ferðaáhug­inn kviknaði snemma hjá Þór­dísi Kötlu, enda eru for­eldr­ar henn­ar afar ferðaglaðir. Hún fór í fyrstu ut­an­lands­ferðina sína aðeins nokk­urra mánaða göm­ul og hef­ur verið á far­alds­fæti síðan.

„For­eldr­ar mín­ir hafa alltaf verið dug­leg­ir að ferðast með okk­ur og kynna okk­ur systkin­in fyr­ir undr­um heims­ins. Þegar ég var nem­andi í sjötta bekk, árið 2015, ferðuðumst við til Úganda, sem var ótrú­leg upp­lif­un fyr­ir ungu mig. Sú ferð opnaði augu mín fyr­ir fjöl­breyti­leika heims­ins. Ég al­gjör­lega elska Úganda og hef verið hepp­in að fá að heim­sækja landið oft­ar en einu sinni.“

Hvernig fannst þér að sjá og upp­lifa lífið í Úganda?

„Þar rík­ir mik­il stétta­skipt­ing og fyr­ir mig að sjá börn á mín­um aldri búa við þessa miklu fá­tækt en halda í lífs­gleðina og þakk­lætið breytti lífsviðhorfi mínu. Ég lærði hvað skipt­ir máli í þess­um heimi. Þarna er eng­in efn­is­hyggja, allt snýst um að vera þakk­lát­ur fyr­ir hvern dag. Allt sem ég sá og upp­lifði var ólíkt því ég þekkti frá því að al­ast upp á Íslandi.“

Þórdís Katla hefur ferðast reglulega til Úganda í gegnum árin …
Þór­dís Katla hef­ur ferðast reglu­lega til Úganda í gegn­um árin og tengst land­inu sterk­um bönd­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta er ótrú­lega fal­leg­ur staður“

Eins og áður hef­ur komið fram þá eyddi Þór­dís Katla jól­un­um á eyj­unni Srí Lanka.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að ferðast til Srí Lanka?

„Góður vin­ur fjöl­skyld­unn­ar, Björn Páls­son, stofn­andi Crazy Puff­in Advent­ur­es, sem pabbi kynnt­ist í ferð til Sýr­lands fyr­ir ein­hverj­um árum síðan, er bú­sett­ur á Srí Lanka og skipu­lagði þessa æv­in­týra­ferð fyr­ir okk­ur og tvær aðrar ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur. Hann þekk­ir svæðið eins og hand­ar­bakið á sér, hvern ein­asta krók og kima, og veit því vel hvað ferðalang­ar þurfa að sjá og upp­lifa.“

Þórdís Katla ásamt bræðrum sínum, Bergþóri Inga og Arnaldi Flóka.
Þór­dís Katla ásamt bræðrum sín­um, Bergþóri Inga og Arn­aldi Flóka. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig er lífið í Srí Lanka?

„Þetta er ótrú­lega fal­leg­ur staður, lands­lagið er ólýs­an­legt og fólkið mjög vina­legt. Það var alls staðar vel tekið á móti okk­ur og við upp­lifðum okk­ur aldrei óör­ugg þrátt fyr­ir að vera á fram­andi slóðum. Ég mæli hik­laust með því að heim­sækja Srí Lanka.“

Hvað gerðuð þið skemmti­legt?

„Það var mik­il keyrsla, Björn hafði skipu­lagt helj­ar­inn­ar dag­skrá fyr­ir okk­ur. Fyrsta dag­inn geng­um við upp á fjall, gist­um í tjaldi á toppn­um og fylgd­umst með sól­ar­upp­rás, það var magnað. Þetta var mik­il æv­in­týra­ferð, við fór­um einnig í flúðasigl­ingu, heim­sótt­um te-akra og verk­smiðju og lærðum að mat­reiða ekta ind­verska rétti.“

Fjölskyldan skellti sér í flúðasiglingu.
Fjöl­skyld­an skellti sér í flúðasigl­ingu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig var að upp­lifa jól­in á Srí Lanka? 

„Það var æðis­legt, ólíkt öllu öðru. Ég vissi ekki al­veg hvort né þá hvernig þau héldu jól­in en það var helj­ar­inn­ar húll­um­hæ, mik­il hátíð, á hót­el­inu með góðum mat og skemmti­atriðum.“

„Ég bjóst sko ekki við því“

Þór­dís Katla Sverr­is­dótt­ir lenti í óhappi á aðfanga­dags­kvöld.

„Já, ég endaði á bráðamót­tök­unni, ég bjóst sko ekki við því.“

Hvað gerðist eig­in­lega?

„Sko, þetta er pínu fyndið, svona eft­ir á. Aðfanga­dag­ur hófst á safarí-ferð, sem var ótrú­lega skemmti­leg, en við fjöl­skyld­an höfðum ákveðið að eyða rest­inni af deg­in­um á hót­el­inu í af­slöpp­un við sund­laug­ar­bakk­ann. Dag­ur­inn leið hratt, ég pældi ekk­ert í því að drekka og borða, sem er að sjálf­sögðu nauðsyn­legt að gera í svona mikl­um hita, og endaði á að falla í yf­irlið á stein­gólfi hót­els­ins. For­eldr­ar mín­ir ruku með mig beint á bráðamót­tök­una, ég hlaut djúp­an skurð fyr­ir ofan aðra auga­brún­ina sem þurfti að sauma. Ég er með skarð, var­an­leg­an minja­grip úr ferðinni, í and­lit­inu,“ seg­ir Þór­dís Katla og hlær.“

Þórdís Katla endaði á bráðamóttöku eftir fall.
Þór­dís Katla endaði á bráðamót­töku eft­ir fall. Ljós­mynd/​Aðsend

Aðspurð seg­ir Þór­dís Katla ferðina á bráðamót­tök­una hafa gengið vel. 

„Ég var saumuð og send „heim“ en sög­unni lýk­ur ekki þar.

Nokkr­um dög­um seinna bólgnaði and­litið á mér upp, ég var eins og blaðra, og þá kom í ljós að það var kom­in sýk­ing í sárið.

Ég hélt því aft­ur upp á spít­ala þar sem saum­arn­ir voru tekn­ir og greft­in­um þrýst úr sár­inu. Ég hef aldrei upp­lifað slík­an sárs­auka, ég þurfti að fá sýkla­lyf í æð. Þetta gerðist sama dag og við átt­um að leggja af stað heim til Íslands. Við vor­um samt hepp­in og feng­um leyfi til að ferðast og flug­um í heil­ar 11 klukku­stund­ir til Par­ís­ar og þaðan heim, þó seinna en áætlað var, því flug­inu var frestað þar til seinna um kvöldið. En eft­ir langt ferðalag lent­um við á Íslandi og fór­um rak­leitt upp á Land­spít­ala þar sem ég fékk meiri sýkla­lyf.“

Hvernig var heil­brigðisþjón­ust­an á Srí Lanka?

„Hún var mjög fín. Heil­brigðis­starfs­fólkið vandaði sig og gerði allt rétt. Það sem mér fannst kannski erfiðast var að fáir skildu ensku og voru sam­skipt­in því brösu­leg á tím­um, ég var auðvitað stressuð þar sem þetta var and­litið á mér, en allt fór vel. Ég get al­veg hlegið að þessu núna.“

Andlitið á Þórdísi Kötlu bólgnaði vegna sýkingar.
And­litið á Þór­dísi Kötlu bólgnaði vegna sýk­ing­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Eft­ir þetta helj­ar­inn­ar æv­in­týri, ertu með ein­hver spenn­andi ferðaplön?

„Já, við erum alltaf með ein­hver ferðaplön. Okk­ur fjöl­skyld­una lang­ar mikið til að heim­sækja Jap­an og stefn­um þangað á næsta ári. Ann­ars ætla ég til Hol­lands að hitta vini mína, í út­skrift­ar­ferð með bekkj­ar­fé­lög­um mín­um til Tyrk­lands og kannski aft­ur til Úganda í páskafrí­inu. Ég er ekki með nein form­leg plön eft­ir út­skrift, sem er núna í vor, en það er draum­ur að flytja er­lend­is, hvort sem það er í nám eða til að vinna.“

mbl.is