Hætta í ríkisstjórn vegna vopnahlésins

Ísrael/Palestína | 19. janúar 2025

Hætta í ríkisstjórn vegna vopnahlésins

Ísraelski hægriflokkurinn Otzma Yehudit tilkynnti í dag að hann ætli að hætta í ríkisstjórn. 

Hætta í ríkisstjórn vegna vopnahlésins

Ísrael/Palestína | 19. janúar 2025

Itamar Ben-Gvir hefur gegnt embættis öryggismálaráðherra.
Itamar Ben-Gvir hefur gegnt embættis öryggismálaráðherra. AFP/Menahem Kahana

Ísraelski hægriflokkurinn Otzma Yehudit tilkynnti í dag að hann ætli að hætta í ríkisstjórn. 

Ísraelski hægriflokkurinn Otzma Yehudit tilkynnti í dag að hann ætli að hætta í ríkisstjórn. 

Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Ráðherrar flokksins Itamar Ben-Gvir, Yitzhak Wasserlauf og Amichai Eliyahu lögðu fram uppsagnarbréf sín í morgun. 

Ríkisstjórn Benja­míns Net­anja­hús er hins vegar enn með þingmeirihluta, en hann er naumur.

Ben-Gvir, sem hefur gegnt embætti öryggismálaráðherra, hefur mótmælt vopnahléssamkomulagi milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Hann vill að Ísraelar haldi hernaðaraðgerðum sínum gegn Hamas á Gasa áfram. Í bréfi sem hann sendi Net­anja­hú í dag segir hann vopnahléssamninginn „algjöran sigur fyrir hryðjuverk“.

mbl.is