Helgi hættir og óviss með framhaldið

Áhrifavaldar | 20. janúar 2025

Helgi hættir og óviss með framhaldið

Helgi Ómarsson, áhrifavaldur og stofnandi Helgaspjallsins, hefur ákveðið að kveðja hlaðvarpsheiminn í bili. Hann segir frá þessu á Instagram og tekur fram að honum þyki tilfinningin skrýtin.

Helgi hættir og óviss með framhaldið

Áhrifavaldar | 20. janúar 2025

Helgi Ómarsson veit ekki hvað tekur við.
Helgi Ómarsson veit ekki hvað tekur við.

Helgi Ómars­son, áhrifa­vald­ur og stofn­andi Helga­spjalls­ins, hef­ur ákveðið að kveðja hlaðvarps­heim­inn í bili. Hann seg­ir frá þessu á In­sta­gram og tek­ur fram að hon­um þyki til­finn­ing­in skrýt­in.

Helgi Ómars­son, áhrifa­vald­ur og stofn­andi Helga­spjalls­ins, hef­ur ákveðið að kveðja hlaðvarps­heim­inn í bili. Hann seg­ir frá þessu á In­sta­gram og tek­ur fram að hon­um þyki til­finn­ing­in skrýt­in.

Helgi byrjaði með hlaðvarpið árið 2018 og hef­ur tekið ótal viðtöl síðan. Hann hef­ur meðal ann­ars lagt áherslu á að tala um of­beldi í sam­bönd­um, hvernig á að setja mörk, sjálf­bærni og and­lega heilsu fólks. Hann seg­ist ekki vita hvað taki við nú í fram­hald­inu en er vongóður um að eitt­hvað nýtt og spenn­andi taki við.

„Mér þykir mjög skrýtið að skrifa þetta, en af ein­hverj­um óút­skýr­an­leg­um ástæðum er það rétt. Eft­ir sjö ár af Helga­spjall­inu hef ég ákveðið að kveðja hlaðvarps­heim­inn í bili. Ég veit ekki hvort eða hvenær ég gæti hugsað mér að koma aft­ur, en eins og staðan er núna líður mér eins og það sé rétt fyr­ir mig.

Ég hef lagt hjarta og sál í hlaðvarpið, hef sett allt mitt upp á borðið og lagt allt bens­ín í að gera þætti sem gætu mögu­lega verið öðrum vin­ur, aðstoð, stuðning­ur, fróðleik­ur og hvatn­ing til að styrkja sig, grípa sig, skilja bet­ur, líða bet­ur og gefa fólki sem er á sama stað vett­vang til að segja frá sinni sögu og deila sín­um ástríðum og viðfangs­efn­um.

Ég veit að það er heil kyn­slóð sem er vak­andi, hún er sterk og efl­andi og mín ósk er sú að umræðan um of­beldi og hvernig við vernd­um okk­ur sjálf og aðra frá því að lenda í klóm of­beld­is­fólks, setj­um mörk, afþökk­um rugl, upp­ræt­um órétt­læti og spill­ingu, haldi áfram að vera sjálf­bær og efl­ist enn meira í okk­ar sam­fé­lagi,“ skrif­ar hann á In­sta­gram.

„Til ykk­ar sem hafið hlustað og stoppað mig og deilt með mér ykk­ar frá­sögn­um í kring­um þætt­ina, og all­ir viðmæl­end­ur, takk!

Ég hlakka til að sjá hvernig fram­haldið verður, ég er svo­lítið að vaða blint í óviss­una en ég finn í sál­inni að það bíður mín eitt­hvað sem gæti komið í staðinn. Hver veit! Kannski kem ég aft­ur, enda elska ég þetta verk­efni mitt sem hófst árið 2018 en akkúrat núna er þetta rétt skref fyr­ir mig.“

mbl.is