Ólíklegt að ein eldstöð hafi áhrif á aðrar

Bárðarbunga | 21. janúar 2025

Ólíklegt að ein eldstöð hafi áhrif á aðrar

Nokkur skjálftavirkni hefur verið víða um landið undanfarið en Reykjanesskaginn hefur verið sérlega virkur síðustu ár.

Ólíklegt að ein eldstöð hafi áhrif á aðrar

Bárðarbunga | 21. janúar 2025

Nokkur skjálftavirkni hefur verið víða um landið, meðal annars í …
Nokkur skjálftavirkni hefur verið víða um landið, meðal annars í Bárðarbungu. Ljósmynd/Ómar Ragnarsson

Nokk­ur skjálfta­virkni hef­ur verið víða um landið und­an­farið en Reykja­nesskag­inn hef­ur verið sér­lega virk­ur síðustu ár.

Nokk­ur skjálfta­virkni hef­ur verið víða um landið und­an­farið en Reykja­nesskag­inn hef­ur verið sér­lega virk­ur síðustu ár.

Þá hafa Ljósu­fjalla­kerfið og Bárðarbunga einnig sýnt meiri virkni að und­an­förnu.

„Mér finnst mjög ólík­legt að Reykja­nesskagi hafi mik­il áhrif í Ljósu­fjalla­kerf­inu eða í Bárðarbungu vegna þess að þrátt fyr­ir allt þá er það til­tölu­lega lít­ill at­b­urður. Ég get ekki full­yrt það en miðað við merk­in sem við sjá­um finnst mér það ólík­legt.“

Þetta seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is, spurður hvort skjálfta­stöðvar geti haft áhrif hver á aðra.

Fer eft­ir stærðargráðu at­b­urðar

Slíkt geti þó gerst.

„Eins og eft­ir Bárðarbungu 2014, þegar við feng­um kvikuinn­skot inn í Holu­hraun og svo eld­gos. Þá sást af­lög­un­in í tengsl­um við þann at­b­urð um allt land. Þannig að það er mjög lík­legt að hann hafi haft veru­leg áhrif til dæm­is á aðrar eld­stöðvar. Það er mögu­leiki á að það hafi haft áhrif á Öræfa­jök­ul, hann sýndi merki um virkni þarna tveim­ur árum seinna. Við get­um ekki full­yrt um það en sá at­b­urður var það stór að það sáust merki um hann um allt land,“ seg­ir Bene­dikt.

„Reykja­nesskag­inn er ná­lægt okk­ur þannig að við sjá­um það aðeins í öðru ljósi en það er miklu minni at­b­urður.“

Þannig að það er ólík­legt að hann hafi áhrif á Ljósa­fjalla­kerfið eða Bárðarbungu?

„Já, það eru alla­vega eng­in merki um að eld­virkn­in hafi haft mik­il áhrif út fyr­ir Reykja­nesskag­ann. Við sáum enga af­lög­un eft­ir 10. nóv­em­ber, þegar kviku­hlaupið varð, nema bara rétt á Reykja­nesskaga. Þannig að það er al­veg stærðargráðumun­ur á þess­um at­b­urðum.“

mbl.is