Gögn sýna mikil samskipti við borgina

Vöruhús við Álfabakka 2 | 23. janúar 2025

Gögn sýna mikil samskipti við borgina

Töluverð samskipti voru á milli starfsmanna Reykjavíkurborgar og þeirra sem stóðu að uppbyggingu vöruhússins við Álfabakka í aðdraganda framkvæmdarinnar. Samskiptin snérust að mestu leyti um hvort Hagar, sem koma til með að leigja húsið undir starfsemi sína, fengju næg bílastæði fyrir starfsemi sína fyrir utan lóðina.

Gögn sýna mikil samskipti við borgina

Vöruhús við Álfabakka 2 | 23. janúar 2025

Vöruhúsið við Álfabakka 2.
Vöruhúsið við Álfabakka 2. Ljósmynd/Aðsend

Tölu­verð sam­skipti voru á milli starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar og þeirra sem stóðu að upp­bygg­ingu vöru­húss­ins við Álfa­bakka í aðdrag­anda fram­kvæmd­ar­inn­ar. Sam­skipt­in snér­ust að mestu leyti um hvort Hag­ar, sem koma til með að leigja húsið und­ir starf­semi sína, fengju næg bíla­stæði fyr­ir starf­semi sína fyr­ir utan lóðina.

Tölu­verð sam­skipti voru á milli starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar og þeirra sem stóðu að upp­bygg­ingu vöru­húss­ins við Álfa­bakka í aðdrag­anda fram­kvæmd­ar­inn­ar. Sam­skipt­in snér­ust að mestu leyti um hvort Hag­ar, sem koma til með að leigja húsið und­ir starf­semi sína, fengju næg bíla­stæði fyr­ir starf­semi sína fyr­ir utan lóðina.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un í gögn­um sem frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins hef­ur und­ir hönd­um en greint var frá í Spegl­in­um í kvöld. 

Í um­fjöll­un á vef Rúv um málið seg­ir að Hall­dór Þorkels­son hjá Arcus, sem hef­ur verið Álfa­bakka 2 ehf. inn­an hand­ar í sam­skipt­um við Reykja­vík­ur­borg, hafi verið í stöðugum sam­skipt­um við Óla Örn Ei­ríks­son, sem var á þeim tíma yfir at­vinnu- og borg­arþró­un­art­eymi Reykja­vík­ur­borg­ar en er ný­lega ráðinn aðstoðarmaður at­vinnu­vegaráðherra, í aðdrag­anda og í gegn­um fram­kvæmd­irn­ar. 

Gerðu ráð fyr­ir 200 bíla­stæðum

Hall­dór upp­lýsti Óla um í nóv­em­ber árið 2023 að áform um höfuðstöðvar Haga væru í hættu þar sem óvissa væri um fjölda bíla­stæða. Hag­ar gerðu ráð fyr­ir að í kring­um 200 bíla­stæði yrðu á lóðinni en borg­in gerði ráð fyr­ir 51-100 bíla­stæðum. 

Skipu­lags­full­trúi borg­ar­inn­ar fékk svipaðan tölvu­póst í des­em­ber sama ár þar sem Hall­dór upp­lýs­ir hann um að Hag­ar áformi um að rifta leigu­samn­ingi sín­um vegna fjölda bíla­stæða. 

Hag­ar sendu Álfa­bakka 2 ehf. bréf í lok janú­ar þar sem seg­ir að áætlan­ir fyr­ir­tæk­is­ins séu í upp­námi vegna bíla­stæðafjölda sem Reykja­vík­ur­borg ákv­arði og seg­ir fyr­ir­tækið þann fjölda ekki nægja starf­sem­inni. 

Álfa­bakki 2 ehf. fékk frest til lok fe­brú­ar til að leysa úr mál­inu. 

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri virðist hafa verið upp­lýst­ur um stöðuna sem var kom­in upp um miðjan fe­brú­ar en einn eig­andi Álfa­bakka 2 ehf., Brynj­ólf­ur Þorkels­son, sendi borg­ar­stjóra tölvu­póst þar sem hann er sagður hafa átt sím­tal við for­stjóra Haga. 

„Þú ert bú­inn að segja við Finn for­stjóra Haga að þetta ná­ist í gegn en bara í síma, ekki skrif­lega eins og hann bað um,“ skrif­ar Brynj­ólf­ur.

Næsta dag þakk­ar Brynj­ólf­ur Ein­ari fyr­ir að hafa sinnt mál­inu og kveðst hann bjart­sýnn um að borg­in og fé­lagið leggi allt und­ir og komi með af­drátt­ar­lausa yf­ir­lýs­ingu um að þetta sé komið.

Hann ít­rek­ar beiðnina viku síðar ann­ars rifti Hag­ar leigu­samn­ingn­um. 

Rætt um borg­ar­stjóra­mó­ment sem aldrei varð

Í lok fe­brú­ar­mánaðar virðist málið vera leyst og fer Finn­ur Odd­son, for­stjóri Haga, að ræða mynda­tökumó­ment með borg­ar­stjóra - en aldrei varð neitt úr því mó­menti því í mars fer verk­efna­stjóri hjá skipu­lags­full­trúa borg­ar­inn­ar að hafa áhyggj­ur af notk­un, út­liti og hönn­un bygg­ing­ar­inn­ar. 

„Við erum hugsi yfir út­færsl­unni sem lögð er til á lóðinni,“ skrifaði verk­efna­stjór­inn í tölvu­pósti til Hall­dórs. Svaraði Hall­dór skipu­lags­full­trú­an­um og kvaðst vera orðlaus yfir hon­um. Hann taldi víst að út­lit og hönn­un bygg­ing­ar­inn­ar hefði löngu legið fyr­ir. Seg­ir hann óskilj­an­legt að hefja sam­tal um notk­un bygg­ing­ar­inn­ar á þess­um tíma­punkti þar sem þegar hafi verið rætt um áformaða notk­un bygg­ing­ar­inn­ar með viðeig­andi full­trú­um borg­ar­inn­ar. 

Nokkru síðar er Hall­dór boðaður á fund borg­ar­stjóra, for­manns um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs og annarra þar sem til­gang­ur hans er að leysa úr þeim flækj­um sem væru til staðar.

Í um­fjöll­un Rúv seg­ir að Hall­dóri sé ekki kunn­ugt um hvaða flækj­ur yrðu til umræðu á fund­in­um og seg­ir þar jafn­framt að litl­ar upp­lýs­ing­ar séu um fund­inn í gögn­un­um. 

mbl.is