Hafa fengið ábendingar um meinta barnaníðinga

Kynferðisbrot | 23. janúar 2025

Hafa fengið ábendingar um meinta barnaníðinga

Lögreglan hefur fengið ábendingar og tilkynningar um meinta barnaníðinga eftir að greint var frá því í fréttum að hópur ungmenna hefði lagt gildrur fyrir menn með tálbeituaðferð og síðan gengið í skrokk á þeim. Um er að ræða menn sem reyndu að setja sig í samband við börn í gegnum samfélagsmiðla.

Hafa fengið ábendingar um meinta barnaníðinga

Kynferðisbrot | 23. janúar 2025

Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ofbeldi …
Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ofbeldi aðeins leiða af sér meira ofbeldi. Samsett mynd

Lög­regl­an hef­ur fengið ábend­ing­ar og til­kynn­ing­ar um meinta barn­aníðinga eft­ir að greint var frá því í frétt­um að hóp­ur ung­menna hefði lagt gildr­ur fyr­ir menn með tál­beituaðferð og síðan gengið í skrokk á þeim. Um er að ræða menn sem reyndu að setja sig í sam­band við börn í gegn­um sam­fé­lags­miðla.

Lög­regl­an hef­ur fengið ábend­ing­ar og til­kynn­ing­ar um meinta barn­aníðinga eft­ir að greint var frá því í frétt­um að hóp­ur ung­menna hefði lagt gildr­ur fyr­ir menn með tál­beituaðferð og síðan gengið í skrokk á þeim. Um er að ræða menn sem reyndu að setja sig í sam­band við börn í gegn­um sam­fé­lags­miðla.

Þetta staðfest­ir Ævar Pálmi Pálma­son, yf­ir­maður kyn­ferðis­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Mynd­bönd af bar­smíðunum hafa gengið manna á milli á sam­fé­lags­miðlum upp á síðkastið. Nú­tím­inn greindi fyrst frá mál­inu í síðustu viku. 

Ekki endi­lega um meint brot að ræða

Ábend­ing­arn­ar snúa þó ekki endi­lega að meint­um brot­um, að sögn Ævars.

„Það er meira verið að benda á menn sem mögu­lega barn­aníðinga eða menn sem talið er að hafi verið að setja sig í sam­band við börn.“

Hann get­ur ekk­ert sagt til um það hvort ein­hver þeirra manna sem hef­ur verið bent á hafi brotið gegn börn­um eða verið til rann­sókn­ar vegna gruns um brot gegn börn­um. All­ar ábend­ing­ar og til­kynn­ing­ar séu hins veg­ar tekn­ar til skoðunar.

„Það er svo eft­ir at­vik­um á hverju er hægt að byggja, hvað verður úr þeim.“

Gæti verið um fleiri hópa að ræða

Lög­regl­an hef­ur einnig fengið ábend­ing­ar um hverj­ir það eru sem standa að þess­um aðgerðum gegn meint­um barn­aníðing­um.

Ævar seg­ir ekki óþekkt að fólk taki lög­in í sín­ar hend­ur en man þó ekki eft­ir al­veg sam­bæri­legu máli hér á landi. 

„Þetta er svipað trend og er­lend­is, þetta sprett­ur upp í bylgj­um,“ seg­ir hann. Því þurfi að taka með í reikn­ing­inn að það geti verið um fleiri hópa eða ein­stak­linga að ræða.

Spurður hvort lög­regl­an hafi tekið eft­ir að um sé að ræða ein­hvers kon­ar bylgju hér á landi seg­ir hann mögu­lega of snemmt að segja til um það. Ekki sé víst að öll svona mál rati inn á borð til lög­reglu.

Of­beldi leiði af sér meira of­beldi

Hann tek­ur þó und­ir með Svölu Ísfeld, dós­ent við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík, sem sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í vik­unni að svona aðgerðir gætu haft marg­feld­isáhrif. Um væri að ræða ógn­væn­lega stöðu sem gæti orðið að ógn­væn­legri þróun.

„Fólk á ekki að taka lög­in í sín­ar eig­in hend­ur. Það á öll­um að vera það ljóst, og allra síst með of­beldi. Of­beldi leys­ir eng­an vanda, það leiðir bara af sér meira of­beldi. Svona lagað get­ur skapað mikla hættu og sett fólk í aðstæður sem það ræður ekk­ert við, þannig að það miss­ir hlut­ina úr bönd­un­um, sem get­ur leitt í báðar átt­ir,“ seg­ir Ævar.

mbl.is