Álfabakki 2 ehf. og Reykjavíkurborg hafa sent úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála umsagnir sínar vegna stjórnsýslukæru Búseta um verkstöðvun við Álfabakka 2 og að byggingarleyfi verði fellt úr gildi.
Álfabakki 2 ehf. og Reykjavíkurborg hafa sent úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála umsagnir sínar vegna stjórnsýslukæru Búseta um verkstöðvun við Álfabakka 2 og að byggingarleyfi verði fellt úr gildi.
Álfabakki 2 ehf. og Reykjavíkurborg hafa sent úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála umsagnir sínar vegna stjórnsýslukæru Búseta um verkstöðvun við Álfabakka 2 og að byggingarleyfi verði fellt úr gildi.
Í umsögn Álfabakka 2 ehf. kemur fram að undirbúningur verkefnisins hafi staðið yfir frá árinu 2021 og á tímabilinu hafi umfangsmikil samskipti átt sér stað við sérfræðinga á vegum skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og eftir atvikum fulltrúa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
„Það er kappsmál eigenda Álfabakka 2 ehf. sem og leigutaka, að áformuð starfsemi falli sem best að nánasta nágrenni og umhverfi. Sem stendur eru framkvæmdir á uppbyggingarstigi og því allur lokafrágangur eftir, sem nær bæði til byggingarinnar sjálfrar en einnig frágangs lóðar.“
Einnig kemur fram að stöðvun framkvæmda á þessu stigi myndi valda ófyrirsjáanlegu tjóni fyrir Álfabakka 2 ehf. Fyrir utan beint tjón sem stöðvun framkvæmda leiði af sér vegi þó þyngst sú skuldbinding sem fyrirtækið hefur undirgengist gagnvart leigutaka hússins, Högum hf.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.