Hættir endurkaupum á raforku af Elkem

Orkuskipti | 24. janúar 2025

Hættir endurkaupum á raforku af Elkem

Landsvirkjun hefur hætt endurkaupum af járnblendisverksmiðju Elkem á Grundartanga þar sem staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra. Skerðingar til stórnotenda á suðvesturhluta landsins verða þó óbreyttar áfram.

Hættir endurkaupum á raforku af Elkem

Orkuskipti | 24. janúar 2025

Staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í …
Staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra.

Lands­virkj­un hef­ur hætt end­ur­kaup­um af járn­blendis­verk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga þar sem staða Þóris­vatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra. Skerðing­ar til stór­not­enda á suðvest­ur­hluta lands­ins verða þó óbreytt­ar áfram.

Lands­virkj­un hef­ur hætt end­ur­kaup­um af járn­blendis­verk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga þar sem staða Þóris­vatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra. Skerðing­ar til stór­not­enda á suðvest­ur­hluta lands­ins verða þó óbreytt­ar áfram.

Staðan er enn vel und­ir meðallagi, en hef­ur þó skánað það mikið að ekki telst ástæða til að halda áfram end­ur­kaup­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Lands­virkj­un­ar.

Sögu­legt lág­mark

Vatns­árið byrjaði í sögu­legu lág­marki. Í des­em­ber virkjaði Lands­virkj­un því end­ur­kaupa­ákvæði í samn­ing­um Elkem og var þá reiknað með að end­ur­kaup stæðu fram í byrj­un fe­brú­ar hið minnsta.

„Það var síðasta vatns­spar­andi úrræði sem Lands­virkj­un hafði yfir að ráða og jafn­framt það kostnaðarsam­asta.“

Nú er vatna­bú­skap­ur Lands­virkj­un­ar betri, m.a. vegna þriggja blotakafla í vet­ur og vatns­spar­andi aðgerða, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

Tak­mark­an­ir í flutn­ings­kerfi

„Staða bæði Blönd­u­lóns og Hálslóns er með ágæt­um, þau eru bæði yfir meðallagi og ekki þörf á skerðing­um á Norður- og Aust­ur­landi að svo stöddu. Miðlun­arstaða er því betri á Norður- og Aust­ur­landi en syðra, líkt og und­an­far­in ár,“ seg­ir jafn­framt í til­kynn­ing­unni.

„Þetta ójafn­vægi í miðlun­ar­stöðu á milli lands­hluta verður til vegna mis­mun­andi veðurfars en einnig vegna tak­mark­ana í flutn­ings­kerfi Landsnets. Lands­virkj­un get­ur ekki flutt eins mikla orku að norðaust­an og fyr­ir­tækið vildi til að styðja við raf­orku­af­hend­ingu sunn­an­lands og ná jafn­vægi í miðlun­ar­stöðu á milli lands­hluta.“

mbl.is