Hvað er að frétta af Azeliu Banks?

Poppkúltúr | 24. janúar 2025

Hvað er að frétta af Azeliu Banks?

Bandaríska tónlistarkonan, Azelia Banks, var á uppseldu tónleikaferðalagi um Bretland á síðasta ári. Nú er hún á leið til Evrópu aftur og í þetta skiptið til Kaupmannahafnar.

Hvað er að frétta af Azeliu Banks?

Poppkúltúr | 24. janúar 2025

Azelia Banks er frábær tónlistarmaður, oft og tíðum með mikinn …
Azelia Banks er frábær tónlistarmaður, oft og tíðum með mikinn derring. Skjáskot/Instagram

Banda­ríska tón­list­ar­kon­an, Azelia Banks, var á upp­seldu tón­leika­ferðalagi um Bret­land á síðasta ári. Nú er hún á leið til Evr­ópu aft­ur og í þetta skiptið til Kaup­manna­hafn­ar.

Banda­ríska tón­list­ar­kon­an, Azelia Banks, var á upp­seldu tón­leika­ferðalagi um Bret­land á síðasta ári. Nú er hún á leið til Evr­ópu aft­ur og í þetta skiptið til Kaup­manna­hafn­ar.

Banks er 33 ára rapp­ari og söng­kona sem ólst upp með tveim­ur systkin­um sín­um hjá ein­stæðri móður þeirra í Har­lem í New York. Hún hóf tón­list­ar­fer­il­inn við sex­tán ára ald­ur en hægt er að segja að hún hafi orðið heims­fræg fyr­ir smá­skíf­una 212 (2011) sem gerði allt vit­laust, m.a. hér­lend­is.

Banks hef­ur á stund­um valdið fjaðrafoki og þá sér­stak­lega fyr­ir að eiga í útistöðum við aðra tón­list­ar­menn. Í síðasta mánuði lenti hún upp á kant við Matty Hea­ly úr The 1975, en Hea­ly á að hafa hótað að berja Banks fyr­ir að setja út á út­lit söng­kon­unn­ar Charli XCX.

Þann 1. apríl næst­kom­andi mun Banks stíga á svið í Store Vega í Kaup­manna­höfn.

Sound­venue  

mbl.is